17.1 til falls: Sjá athugagrein við 11.4.

17.6 mustarðskorn…mórberjatré: Sjá athugagrein við 13.19 (mustarðskorn). Mórberjatré eru upprunnin í Persíu. Þau verða allt að 6 metra há og breiðir limið mjög úr sér efst. Þegar berin þroskast verða þau svört á litinn og í þeim er sætur, rauður safi.

17.11 Jerúsalem…Samaríu og Galíleu: Sjá athugagreinar við 9.51 (Jerúsalem), 9.52 (Samaría) og 1.26 (Galílea).

17.12 líkþráir: Sjá athugagrein við 4.27.

17.14 sýnið yður prestunum: Sjá athugagrein við 5.14.

17.16 hann var Samverji: Sjá athugagrein við 9.52 (Samverjar). Áheyrendur hafa vísast orðið undrandi yfir því að það skyldi vera Samverji, sem þakkaði Jesú. Trú mannsins læknaði hann eins og marga aðra „útlendinga“ í Lúkasaguðspjalli. (Sjá og 7.1-17).

17.20 Farísear: Sjá athugagrein við 5.17.

17.20 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

17.22 Mannssonarins: Sjá athugagrein við 5.24.

17.26,27 Nóa: Guð fól Nóa, grandvörum manni og guðhræddum, að smíða stórt skip (örk) og í því björguðust fjölskylda hans og skepnur jarðar í vatnsflóðinu (sjá 1Mós 6-9).

17.28,29 Lots…Sódómu: Lot, bróðursonur Abrahams, hrataði í ógöngur í Sódómu, sem var borg mikillar spillingar og vonsku (sjá 1Mós 18.16-19.29). Guð tortímdi illmennum þar, en þyrmdi Lot og fólki hans. Ekki er vitað hvar Sódóma var, en hún kann að hafa verið nálægt suðurströnd Dauða hafsins.

17.30 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

17.31 á þaki uppi: Sjá athugagrein við 5.19.

17.32 Minnist konu Lots: Hún varð að saltstólpa er hún óhlýðnaðist Guði með því að líta aftur til þess að sjá eyðileggingu Sódómu (sjá 1Mós 19.26).

17.35-36 mala á…kvörn: Það var kvenmannsverk að hreinsa hveitikornið og mala það. Kvörnin var flatur steinn eða mortél og var hveitið barið með tréhnalli eða mortélstaut.

17.37 ernirnir safnast sem hræið er: Fuglar er lifa á hræjum dýra. Þá drífur skjótt að dauðri skepnu. Merking málsháttarins kann að vera: Þegar eitthvað fer úrskeiðis fréttist það fljótt og forvitnir flykkjast starandi að. En tákn rómverska hersins var örn. Það má því vera að hér sé sneitt að honum.