2.2 orðið, sem englar fluttu: Hér er átt við birtingu lögmálsins á Sínaí. Í Post 7.53 segir, að lögmálið hafi fengist fyrir umsýslan engla. Sjá og athugagrein við 1.1. Þeim sem brutu gegn lögmálinu skyldi refsað.

2.3 hjálpræði: Sjá athugagrein við 1.14.

2.4 táknum og undrum: Höfundur á hér við kraftaverk á borð við það að Guð hjálpaði Ísraelsmönnum yfir Rauða hafið er þeir flýðu úr þrælahúsinu í Egyptalandi (2Mós 14) og gaf þeim að eta himnabrauð (manna) á eyðimerkurgöngunni (3Mós 11.4-9).

2.4 heilags anda: Heilagur andi er kraftur Guðs að starfi í heimi hér. Hann hjálpar lýð Guðs og kennir honum og minnir hann á, svo að hann fái lifað Guði velþóknanlegu lífi. Sjá “Heilagur andi”.

2.5 engla: Athugagrein um engla vantar.

2.7 Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna: Þessi orð vantar í sum handrit.

2.9 englunum lægri: Átt er við það, að á meðan Jesús var sannur maður, var hann englunum lægri. Hann “lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi” (Fil 2.8). Sjá og Slm 8.5.

2.9 Fyrir Guðs náð skyldu allir hljóta blessun af dauða hans: Jesús var tekinn af lífi með því að hann var krossfestur (Mrk 15.22-39; Post 2.22-24; Jóh 3.16). Hann dó til þess að dauðinn yrði afmáður og sigur unninn á illsku og synd. Guð reisti Jesú upp frá dauðum og hann settist við hægri hönd föðurins á himnum, er gefið allt hið góða vald og ríkir með Guði yfir veröld allri (sjá Ef 1.19-22). Sjá og “Krossfesting”.

2.10 leiða…til hjálpræðis: Sjá athugagrein við 1.14.

2.11 þau sem helguð verða: Orðið “helguð” er hér líkrar merkingar og “útvalin” af Guði eða “tekin frá” handa honum. “Systkin” á hér við bræður og systur “í Kristi”, þ.e. þau sem trúa á Jesú.

2.14 djöfulinn: Athugagrein um Satan vantar.

2.16 niðja Abrahams: Sjá athugagrein við 1.1.

2.17 æðsti prestur…gæti friðþægt fyrir syndir lýðsins:Á friðþægingardaginn ár hvert fórnaði æðsti presturinn nautkálfi, hrúti og geithöfrum, og var blóðinu stökkt á lok sáttmálsarkarinnar (náðarstólinn) inni í hinu allrahelgasta musterisins. Þannig var friðþægt fyrir syndir Ísraelsmanna (3Mós 16.1-34; sjá og 2Mós 28.1-39). Jesús færði og fórn öllum mönnum til syndafyrirgefningar. En fórnin, sem hann færði, var hann sjálfur (sjá Róm 3.25,26).