14.1 páska og hátíðar ósýrðu brauðanna: Mikil hátíða pílagríma. Þá var ætlast til þess af körlum af gyðingaþjóð að þeir ferðuðust til Jerúsalemsborgar og færðu fórnir í musterinu þar. Sjá „Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna“ í orðtakasafni.
14.1 æðstu prestarnir og fræðimennirnir:Sjá athugagreinar við 8.31 (æðstu prestarnir) og 12.38 (fræðimennirnir).
14.3 dýrum nardussmyrslum: Til forna voru ilmsmyrsl geymd í lokuðum krukkum og varð að brjóta þær ef taka skyldi til smyrslanna. Sjá og töfluna „Kryddjurtir og ilmefni“ á bls. 1219. Háttsemi konunnar ber vott um ást hennar á Jesú.
14.5 þrjú hundruð denara:Denar jafngilti daglaunum verkamanns.
14.8 smurt líkama minn til greftrunar:Ilmefni og kryddjurtir voru borin á lík dauðra. Sjá „Greftrun“ í orðtakasafni.
14.10 Júdas Ískaríot…æðstu prestanna:Sjá athugagrein við 3.16-19 (þá tólf postula) og neðanmálsgrein við 3.19 (Ískaríot). Sjá og athugagrein við 8.31 (æðstu prestarnir).
14.12 ósýrðu brauðanna…páskamáltíðina:Sjá athugagrein við 14.1 (páskar). 15. dag þess mánaðar, er Gyðingar nefna Nísan, skyldi fjarlægja allt súrdeig úr húsum manna (2Mós 12.15-20) og slátra páskalömbunum. Páskamáltíðarinnar var neytt eftir sólarlag þennan dag. Þá var kjötinu fórnað og það etið, ásamt með ósýrðu brauði og öðrum hátíðarkosti. Vín var haft til drykkjar.
14.13 maður sem ber vatnsker: Vatnsburð önnuðust að öðru jöfnu konur, svo að karlmaður með vatnsker á höfði hlaut að skera sig úr fjöldanum.
14.17-18 þeim tólf… „Einn af ykkur mun svíkja mig.“: Sjá athugagrein við 3.16-19 (þá tólf…postula).
14.21 Mannssonurinn:Sjá athugagreinar við 2.10 og 8.31. „Fer héðan“ = deyr. Þess er hvergi getið sérstaklega í Biblíunni, að Mannssonurinn verði að deyja, en hér má vera að Jesús láti í ljósi, að hið illa komi honum ekki á óvart.
14.22-24 líkami minn…blóð mitt, blóð sáttmálans:Jesús tekur líkingu af brauði og víni til þess að lýsa því hversu hann verður deyddur og blóði hans úthellt fyrir marga. Við dauða hans verður til nýr samningur (sáttmáli) milli Guðs og hins nýja lýðs hans.
14.25 drekk hann nýjan í Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.15 (Guðs ríki).
14.28 Galíleu:Sjá athugagrein við 9.30.
14.29 Pétur: Sjá athugagrein við 1.16 (Símon).
14.30 hani galar:Hanar gala við dagrenning. Jesús segir hér að Pétur muni þrisvar neita því að þekki hann fyrir næstu sólaruppkomu.
14.32 Getsemane:Ekki er vitað nákvæmlega hvar þessi staður er, en líklegt þykir að hann hafi verið að austanverðu í Kedron-dalnum nærri Olíufjallinu.
14.33 Pétur, Jakob og Jóhannes:Sjá athugagrein við 9.2.
14.35-36 „Tak þennan kaleik frá mér“:Sjá athugagrein við 10.38.
14.41 Mannssonurinn…syndugra manna: Sjá athugagreinar við 2.10 (Mannssonurinn) og 2.17 (syndara). Jesús segir hér fyrir um það að hann verði framseldur gyðinglegum og rómverskum yfirvöldum.
14.43 Júdas: Sjá athugagrein við 3.16-19. Sjá og 14.10,11.
14.43 æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum: Sjá athugagrein við 8.31.
14.44 „Sá sem ég kyssi“: Alsiða var að menn heilsuðust með því að kyssa hver annan á vangann.
14.47 sverði…þjóns: Vopnið, sem beitt var gegn þjóni æðsta prestsins, kann að hafa verið rýtingur. Í Jóh 18.10 segir að það hafi verið Pétur, sem lagði til þjónsins.
14.51 maður nokkur ungur: Markús er hinn eini guðspjallamannanna, sem nefnir þennan unga mann. Ekki er vitað hver hann var.
14.53 æðsta prestsins…fræðimennirnir: Kaífas var æðstiprestur í Jerúsalem frá 18 til 26. e. Kr. Sjá athugagreinar við 8.31 (æðstu prestarnir og öldungarnir) og 12.38 (fræðimennirnir).
14.54 garð æðsta prestsins: Munnmæli herma, að Kaífas hafi átt heima ofarlega í borginni, ekki fjarri musterinu. Sjá og kort á bls. 2376.
14.55 Æðstu prestarnir og allt ráðið: Sjá athugagrein við 8.31 (æðstu prestarnir).
14.55 leituðu vitnis gegn Jesú: Í lögmáli Móse var kveðið svo á, að framburður eins vitnis nægði ekki til þess að unnt væri að dæma mann til dauða (4Mós 35.30).
14.61 Kristur, sonur hins blessaða?:Sjá athugagreinar við 8.29 (Kristur) og á bls. 1812 (Guðs sonur). „Guðs sonur“ var konunglegur titill, einn meðal margra. Fengi æðstipresturinn Jesú til þess að segjast vera Guðs sonur, gæti hann fært Rómverjum þá fregn, að hann kvæðist vera konungur. Það hefði verið alvarlegt brot samkvæmt rómverskum lögum.
14.62 til hægri handar:Sjá athugagrein við 10.37.
14.63,64 reif æðstipresturinn klæði sín:Lögmál Móse lagði bann við því að æðstipresturinn rifi klæði sín til þess að láta í ljósi sorg eða hneykslun (3Mós 10.6; 21.10). Þrátt fyrir það rífur Kaífas hér klæði sín til þess að sýna, að hann álítur Jesú smána nafn Drottins og drýgja þess vegna stóra synd með því, sem hann segir um sjálfan sig. Maður, sem kvaðst vera Guð, varð sekur um guðlast, en viðurlög við slíku broti voru dauðadómur, er fullnægt skyldi með grýtingu (3Mós 24.16).
14.67 manninum frá Nasaret, þessum Jesú:Sjá athugagrein við 1.24.
14.70 Galíleumaður: Má vera, að það hafi heyrst á mæli Péturs að hann væri norðan úr landi.