3.1 að lúta höfðingjum og yfirvöldum: Lærisveinum Jesú ber að hlýða yfirvöldum af því að þau eru þjónar Guðs. Yfirvöldin gætu bannað lærisveinunum að koma saman, eða jafnvel tekið þá af lífi, ef þeir risu í einhverju gegn þeim. Það gæti auðveldlega komið í veg fyrir, að fagnaðarerindið breiddist út um rómverska heimsveldið.

3.5 laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags anda: Hér er átt við skírnina. Páll kenndi, að í skírninni risu lærisveinar Krists upp líkt og Kristur, og ættu eftir það að lifa nýju lífi (sjá Róm 6.3-5). Það er „endurnýjun heilags anda“, sem hér ræðir um í 3.5. Sjá og „Skírn“ og „Heilagur andi„.

3.9 heimskulegar þrætur…lögmálsstælur: Sjá athugagreinar við 1.10,11 og 1.14.

3.11 syndugur: Sjá „Synd„.

3.12 Artemas…Týkíkus: Artemas er hvergi nefndur í Nýja testamenti nema hér. Týkíkus var einn samverkamanna Páls, sem fól honum að bera boð og færa sér fréttir (Post 20.4; Ef 6.21,22; Kól 4.7,8 og 2Tím 4.12).

3.12 Nikópólis: Hafnarbær á vesturströnd Akkeu. Siglingar á Miðjarðarhafi gátu verið stórhættulegar að vetri til. Sú getur hafa verið orsök til þess að höfundur ákvað að hafa vetursetu í Nikópólis.

3.13 Senasar…Apollóss: Senas er hvergi nefndur í Nýja testamenti nema hér. Apollós þessi kann að vera sá sami og rætt er um í 1Kor 3.1-9; 16.12 og Post 18.24.

3.15 Náð: Gríska orðið charis, sem þýtt er á íslensku með „náð“ merkir hér sem annars staðar velgjörðir, óverðskuldaða gæsku og miskunnsemd Drottins.