3.1 Biðjið fyrir mér: Páll biður lesendur sína iðulega að biðja fyrir sér (Róm 15.30; Fil 1.19; Kól 4.3,4). Sjá og „Bæn„.

3.8 vann ég með erfiði og striti: Sjá athugagrein við 1Þess 2.9. Sjá og Post 18.3 og 1Kor 9.1-18.

3.11 nokkur meðal ykkar slæpast: Sumt kirkjufólkið níddist trúlega á góðsemi annarra. Líka má vera, að einhverjum hafi fundist óþarfi að vinna, úr því að endurkoma Jesú væri á næstum grösum.

3.17 Þannig skrifa ég: Bréfið hefur verið skrifað upp af ritara; en Páll skrifar sjálfur undir með eigin hendi.