4.1 girndum ykkar: Sjá athugagrein við 1.15.

4.2 af því að þið biðjið ekki: Hér lætur höfundur bréfsins á sér skilja, að mikið skorti á, að lesendur hans biðji nóg. En það verði þeir að gera, svo að þeir öðlist fyrirgefningu Guðs og velgjörðir hans. Sjá og „Bæn„.

4.4 heiminn: „Heimurinn“ er fyrir Jakobi samnefnari alls þess ills, sem stendur í gegn Guði og tilbiðjendum hans. Þegar hið illa er talið eiga rót sína í „heiminum“ minnir hugsunin á vissa strauma í grískri heimspeki, þar sem sýnilegur efnisheimurinn var álitinn vondur og hin ósýnilega, andlega veröld góð. Líkaminn var þannig af hinum illa og dæmdur til tortímingar, en speki andans ódauðleg.

4.5 „Þráir Guð ekki með afbrýði andann sem hann gaf bústað í okkur?“ Svohljóðandi þýðing þessarar ritningargreinar á íslensku er talin komast nær frumtextanum heldur en t.d. „Andinn, sem Guð gaf bústað í okkur, er fullur afbrýði“ eða „Andinn, sem dvelur í okkur….“

4.6 Okv 3.34 (Septúaginta)

4.7 gegn djöflinum: Sjá athugagrein við 3.15.

4.11 lögmálið: Sjá athugagrein við 2.11.

4.12 Einn er dómarinn: Dómarinn er Guð. Sjá athugagrein við 2.13.