5.1 höfum við því frið: Í sumum handritum „skulum við því hafa frið.“

5.2 veitt okkur aðgang: Sum handrit bæða við „fyrir trúna.“

5.3 fögnum líka í þrengingum: Eða „nú skulum við líka fagna í þrengingum.“

5.2 náð: Nánar um gríska orðið charis, sem þýtt er á íslensku með orðinu „náð“.

5.5 heilögum anda: Sjá athugagrein við 1.3-4 (heilagur andi…auglýsti). Það var kenning Páls, að lærisveinum Jesú væri gefinn kraftur heilags anda, sem hjálpaði þeim að byrja nýtt líf í trú (8.12-17); (1Kól 2.1-11).

5.6-9 dó Kristur…fyrir okkur…við erum réttlætt fyrir blóð Krists: Sjá athugagrein við 3.24,25. Nánar um óguðleika manna sjá 1.18 og 3.9-18.

5.12 Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni: Hinn fyrsti maður, Adam, framdi synd er hann óhlýðnaðist Guði í aldingarðinum Eden (1Mós 2.15-17; 3.1-24). Mönnunum var í öndverðu ætlað að lifa að eilífu með Guði, en synd Adams olli því að allir hlutu dauða að deyja. Allir menn syndga og deyja vegna óhlýðni Adams.

5.14 frá Adam til Móse: Löngu eftir daga Adams gaf Guð Móse lögmálið. Hér segir Páll, að menn óhýðnuðust Guði áður en lögmálið var gefið þeim. Samkvæmt kenningu Páls var meginhlutverk lögmálsins að leiða mönnum fyrir sjónir synd þeirra og sára þörf á fyrirgefningu Guðs (sjá athugagrein við 7.8).

5.15 náðargjöf Guðs og falli Adams verður ekki jafnað saman: Gjöfin, sem Páll ræðir um hér, er lífið nýja sem Guð gefur hverjum þeim sem trúir og treystir Jesú Kristi. Fyrir hann hafa menn hlotið fyrirgefningu og verið sættir við Guð. Óhlýðni Adams varð aftur á móti til þess að kalla yfir mennina refsingu og dauða.

5.21 Syndin ríkti…á náðin að ríkja: Syndin héldi áfram að hafa yfirhöndina í lífi manna, ef ekki væri fyrir frelsarann Jesú Krist. Af náð sinni sendi Guð Jesú í heiminn til þess að færa fyrirgefningu og eilíft líf (sjá athugagrein við 2.7).