5.1 Ananías…Saffíru, konu sinni: Ekkert er vitað um þess hjón umfram það sem lesið verður um þau í Postulasögunni. Þar sem Barnabas sýndi gjafmildi og fórnfýsi, urðu þau uppvís að undirhyggju og sérdrægni. Framferði þeirra hefur minnt Gyðinga á brot Akans Karmísonar, sem tók það ófrjálsri hendi sem tekið hafði verið frá handa Drottni (Jós 7).

5.3 Satan: Nafnið “Satan” þýðir andstæðingur. Hann er höfðingi þeirra annarlegu afla sem standa í gegn Guði og lýð hans.

5.9 storka anda Drottins: Merking þessara orða er “ljúga að anda Drottins.” Á miklu reið, að lærisveinar gætu treyst hver öðrum. Ef Ananías og Saffíra hefðu komist upp með að segja ósatt, kynnu aðrir að hafa freistast til hins sama. Brotið fólst ekki í að halda fjármunum eftir, því að þeir voru réttmæt eign þeirra. Hitt var verra, að þau skyldu hafa gjafmildi að yfirskini.

5.11 söfnuðinn: “Kirkja” er á grísku ekklesía. Orðið merkir “samkoma, söfnuður” og getur átt við hvers kyns samfundi eða þing. Sjá og “Kirkja”.

5.12 súlnagöngum Salómons: Sjá athugagrein við 3.11.

5.16 þjáða af óhreinum öndum: Illir andar eru í þjónustu djöfulsins. Þeir voru taldir valda margs konar sjúkdómum og sinnisveiki.

5.17 æðsti presturinn…saddúkeaflokkurinn: Í þennan tíma var Kaífas æðsti prestur. Sjá athugagrein við 4.6. Sjá og “Prestar í Ísrael”. Sjá nánar um saddúkea í athugagrein við 4.1.

5.19 engill Drottins: Orðið “engill” er á grísku angelos og þýðir “sendiboði.” Í Biblíunni framkvæma englar oft vilja Guðs.

5.21 ráðið: Í ráði Gyðinga sátu æðsti presturinn, helstu prestar og fleiri framámenn. Rómverjar heimiluðu ráðinu að fara með sérmál þjóðarinnar og skyldi það jafnframt sjá til þess að lögunum væri hlýtt. Ráðið hét Sanhedrinaf grísku orði, sem merkir að “sitja saman.”

5.26 varðforinginn með þjónunum: Sjá athugagrein við 4.1.

5.30 Guð forfeðra vorra: Sjá athugagrein við 3.13.

5.31 höfðingja og frelsara: Orðin eiga bæði við Jesú. Frelsari er á grísku sóterog merkir “sá, sem færir lausn” (sjá athugagrein við 2.47).

5.31 til hægri handar: Sjá athugagrein við 2.33.

5.34 farísei nokkur, Gamalíel: Orðið “farísei” merkir “hinn aðskildi.” Farísear reyndu að hlýða lögmáli Drottins út í ystu æsar og vildu eiga sem allra minnst samskipti við þá, sem ekki tóku undir það. Gamalíel sat í ráðinu í Jerúsalem. Sjá Post 22.3.

5.36,37 Þevdas…Júdas: Þevdas þessi kann að hafa haft forgöngu um uppreisn gegn Rómverjum, en Palestína var skattland þeirra. Júdas frá Galíleu er ef til vill sá sem stofnaði flokk Selóta og fór fyrir byltingartilraun árið 6 e. Kr. Sjá Nánar um Selóta sjá “Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál”.

5.42 fagnaðarerindið um að Jesús sé Kristur: Fagnaðarerindið er kenning Jesú um Guðs ríki og frásögn lærisveina hans af því sem Jesús gerði.