7.1 Galíleu…Júdeu: Sjá athugagreinar við 1.43-44 (Galílea) og 3.22 (Júdea). Í 6. kapítula guðspjallsins er Jesús sagður staddur í Kapernaúm í Galíleu (6.59). Jóhannes tiltekur ekki hvenær Jesús sneri aftur til Júdeu (7.1).

7.1 ráðamenn: Sjá athugagreinar við 1.19,20 og 4.1.

7.2 laufskálahátíð: Sjá athugagrein við 5.1.

7.3 bræður Jesú: Þeir kunna að hafa verið bræður hans, en líka má vera að þeir hafi verið frændur hans eða ef til vill hálfbræður.

7.6 Minn tími er enn ekki kominn: Sjá athugagrein við 2.4.

7.10 á laun: Jesús fer huldu höfði til þess að vekja ekki á sér athygli. Hann veit að það boðar ekkert gott ef fólk tekur trú á hann vegna kraftaverkanna eingöngu.

7.14 helgidóminn: Musterið í Jerúsalem var höfuðstaður guðsdýrkunar Gyðinga. Heródes mikli byggði myndarlega við helgidóminn í því skyni að koma sér í mjúkinn hjá fólkinu. Á hátíðum flykktist mannfjöldi til Jerúsalem að færa fórnir í musterinu og því urðu áheyrendur Jesú ófáir.

7.16 hans er sendi mig: Jesús á við Guð, föðurinn. Sjá athugagreinar við 5.17 og 5.19.

7.19 Gaf Móse yður ekki lögmálið?: Sjá athugagrein við 1.17. Jesús segir áheyrendum sínum að þeir hafi ekki skilið það sem Guð segir í lögmálinu.

7.21 Eitt verk gerði ég: Jesús á við það er hann læknaði sjúka manninn við Betesdalaug (5.1-18).

7.22 Móse gaf yður umskurnina: Sjá “Umskurn”. Jesús segir heimilt að umskera á hvíldardegi og þá hljóti líka að mega lækna á þeim degi, eins og hann gerði þegar hann læknaði sjúka manninn við Betesdalaug (5.1-16).

7.26 Kristur: Sjá athugagrein við 1.19,20.

7.30 stund hans var ekki enn komin: Sjá athugagrein við 2.4.

7.31 Kristur: Sjá athugagrein við 1.19-20 (Messías).

7.32 Farísear…æðstu prestar…þjóna: Sjá athugagrein við 1.24 (farísear). Æðstu prestarnir voru yfirmenn í musterinu í Jerúsalem. Þjónarnir voru musterislögregla á vegum ráðsins í Jerúsalem og héldu uppi aga og reglu á svæðinu.

7.35 Gyðinga…Grikkja: Sjá athugagrein við 1.19-20 (ráðamenn). Heiðingjar (þeir, sem ekki voru gyðingatrúar) kunna stundum að hafa verið kallaðir “Grikkir”. Eins getur hér verið átt við Gyðinga sem sömdu sig að siðum Grikkja.

7.37 Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla:Alla hátíðardagana sjö fóru prestar að lauginni Sílóam og sóttu vatn í keri sem þeir fluttu í musterið (sjá athugagrein við 9.7). Mannfjöldi fylgdi þeim til laugarinnar og aftur til baka upp tröppurnar að helgidóminum. Það má vel hafa verið við Sílóam-laug eða einhvers staðar á leiðinni milli hennar og musterisins sem Jesús hrópaði að hann væri uppspretta hins lífgefandi vatns (7.38). Sjá og Es 47.1-12; Sak 14.16,17.

7.39 andann: Sjá athugagrein við 1.32.

7.39 enn var andinn ekki gefinn: Jóhannes skrifar að Jesús hafi verið “dýrlegur orðinn”, bæði eftir að hann var krossfestur og eins eftir að hann var reistur upp frá dauðum.

7.40 spámaðurinn: Sjá athugagrein við 1.21.

7.41,42 Kristur…Betlehem: Sjá athugagreinar við 1.19-20 (Messías) og 1.45 (Nasaret í Galíleu). Betlehem var heimabær Davíðs konungs (Lúk 2.4).

7.50 Nikódemus…segir við þá: Sjá athugagrein við 3.1 (Nikódemus). Í öldungaráði Gyðinga sátu trúarleiðtogar og leikmenn, þ.á.m. æðstu prestar, farísear og saddúkear. Rómversku yfirvöldin í Palestínu leyfðu að vissu marki heimastjórn í skattlöndum keisaradæmisins. Þannig máttu Gyðingar úrskurða í málum þeirra sem brutu gegn lögmáli Móse og heimamenn halda uppi þeim lögum er giltu í hverjum stað.

7.51 lögmál okkar: Lögmál Móse mælti svo fyrir að tveir þyrftu að vitna gegn sakborningi til þess að hann yrði fundinn sekur (5Mós 17.4-7; 19.15) og tekinn af lífi (4Mós 35.30).

7.52 enginn spámaður kemur úr Galíleu: Jesús er frá Nasaret í Galíleu og þess vegna trúa menn því ekki að hann geti verið Messías. Ráðsherrarnir gleymdu því, að Jesús fæddist í borg Davíðs, Betlehem í Júdeu, og var enda afkomandi Davíðs konungs, en hans niðji skyldi Messías verða (2Sam 7.16,17; Jes 11.1).