6.1 Galíleuvatn eða Tíberíasvatn: Jesús hefur lagt upp frá vestri bakka vatnsins og tekið land aftur á hinum eystri. Galíleuvatn er ennfremur kallað Genesaretvatn (Lúk 5.1); Rómverjar nefndu það Tíberíasvatn (sjá 21.1) eftir rómverska keisaranum Tíberíusi.
6.3,4 páskahátíð Gyðinga: Sjá athugagrein við 2.13.
6.3,4 settist þar niður: Til forna sátu kennarar þegar þeir kenndu og var það til marks um virðuleika þeirra og kennivald.
6.5 Filippus: Sjá athugagrein við 1.45.
6.7 tvö hundruð denara: Einn denar var venjuleg daglaun landbúnaðarverkamanns.
6.8 Andrés, bróðir Símonar Péturs: Sjá athugagreinar við 1.40 (Andrés) og 1.42 (Símon Pétur).
6.9 fimm byggbrauð: Bygg var ódýr matavara í Palestínu. Það var einkum haft til þess að fóðra skepnur, en þó stundum til brauðgerðar í hallæri. Sjá “Brauð”.
6.11 tók Jesús brauðin: Þúsund árum fyrr gaf Guð Ísraelsmönnum himnabrauð (manna) í Sínaí-eyðimörkinni (2Mós 16.1-35; 3Mós 11.7-9) og var það mikið undur. Þetta kann að hafa rifjast upp fyrir þeim sem urðu vitni að því kraftaverki Jesú, er hann mettaði þúsundirnar.
6.13 tólf körfur með leifum: Talan 12 hefur mikið tákngildi og var Gyðingum raunar ginnheilög af því að ættfeður Ísraelsþjóðarinnar voru tólf. Sjá “Tölur í Biblíunni”.
6.14 spámaðurinn: Sjá athugagrein við 1.21.
6.16 vatninu: Galíleuvatn. Sjá athugagrein við 6.1. Fjöll eru þarna allt í kring og verða því oft snarpar vindkviður á vatninu.
6.17 Kapernaúm: Sjá athugagrein við 2.12. Jesús og lærisveinar hans höfðu verið staddir á austurströnd vatnsins.
6.19 Jesú gangandi á vatninu: Þetta undur kann að hafa minnt lærisveinana á tvö kraftaverk sem Guð hafði unnið fyrr á tíð: hann skapaði himin og jörð og greindi vötn frá vötnum (1Mós 1.1-13) og greiddi Ísraelsmönnum veg yfir Rauðahafið er Móse klauf það og gerði að þurrlendi (2Mós 14.21-31).
6.20 Það er ég: Sjá “Ég er“.
6.32,24 Tíberías…Kapernaúm: Tíberías var bær á vesturbakka Galíleuvatns. Heródes Antípas kom honum á fót árið 25 e. Kr., Tíberíusi keisara til heiðurs. Sjá kort á bls. 2375. Þegar fólkið fann ekki Jesú á austurbakka vatnsins sigldi það aftur til Kapernaúm (sjá athugagrein við 2.12).
6.25 Rabbí: Sjá athugagrein við 1.38.
6.27 eilífs lífs…Mannssonurinn: Sjá athugagreinar við 3.25 (eilíft líf) og 1.51 (Mannssonurinn).
6.31 manna: Sjá athugagrein við 6.11.
6.35 Ég er brauð lífsins: Jesús líkir sjálfum sér við brauðið sem Guð lét með undursamlegum hætti falla af himnum ofan. Eins og Guð gaf þetta brauð, eins sendir hann Jesú til þess að gefa líf. Sjá “Brauð”.
6.39 á efsta degi: Jesús ræðir hér um þann dag þegar Guð mun dæma þjóðirnar. Þeir sem trúa á Jesú, Guðs son, verða reistir frá dauðum (6.40) og þeir munu eignast eilíft líf. Sjá og “Eilíft líf”.
6.42 sonur Jósefs: Sjá athugagrein við 1.45.
6.44 reisa hann upp á efsta degi: Sjá athugagrein við 6.39.
6.49 átu manna í eyðimörkinni: Sjá athugagrein við 6.31.
6.53 etið…Mannssonarins…drekkið: Hér er átt við máltíð Drottins (altarissakramentið) sem lærisveinar Jesú neyta að boði hans (Matt 26.26-30; Mrk 14.22-26; Lúk 22.14-23; 1Kor 11.23-29). Sjá og “Mannssonurinn” á bls. 1754.
6.59 samkundunni í Kapernaúm: Samkunda (samkomuhús) er á grísku “sýnagóga,” sem þýðir að “koma saman.” Sjá og “Samkundurnar”. Sjá athugagrein við 2.12 (Kapernaúm). Rómverskur liðsforingi reisti samkunduhús handa Gyðingum í Kapernaúm (Lúk 7.5).
6.63 andinn: Sjá athugagrein við 1.32.
6.67 þá tólf: Lærisveinarnir sem Jesús valdi til þess að vera postular hans (Matt 10.1-4).
6.68 Símon Pétur: Sjá athugagrein við 1.42.
6.68 eilífs lífs: Sjá athugagrein við 3.15.
6.70,71 djöfull…Júdas…Ískaríots: Illir andar voru óvinir Guðs en sendiveinar Satans. Jesús segir hér fyrir um það, að einn hinna tólf, Júdas Ískaríot, muni svíkja sig. Nafnið Ískaríot þýðir ef til vill “maðurinn frá Karíot” (staðarnafn í Júdeu). En það gæti líka merkt “maður sem reyndist lygari” eða “sá sem sveik.” (Matt 10.4).