9.1 Sál…æðsta prestsins: Sjá athugagrein við 8.3.
9.1 æðsta prestsins: Sjá athugagrein við 5.17. Páll fer til æðsta prestsins, því að sá var mestur ráðamanna Gyðinga í Júdeu.
9.2 Damaskus: Ein elsta borg Austurlanda heimari með óslitna sögu af mannabyggð. Undir stjórn Rómverja varð Damaskus ein sú helsta í sambandi tíu borga (Dekapólis) fyrir austan Samaríu og Galíleu, er byggðar voru heiðingjum (fólki, sem ekki var Gyðingar. Sjá Matt 4.25). Á dögum Sáls var Damaskus miðstöð viðskipta milli Palestínu og annarra Miðjarðarhafslanda. Hann vissi, að yrði ekki bundinn endi á boðun fagnaðarerindisins í Damaskus, mundi það ná að skjóta rótum hvarvetna.
9.2 þessa vegar: Í Postulasögunni er kristin trú og þau sem aðhylltust hana kölluð „vegurinn“ eða „vegur Drottins.“ Sjá og 18.25,26; 19.8,23; 22.4; 24.14,22.
9.3 Damaskus: Sjá athugagrein við 9.2.
9.10 Ananías: Þessi Ananías er aftur nefndur í 22.12. Nafn hans er trúlega grísk mynd af hebreska nafninu „Hananíah“, sem merkir „Drottinn er náðugur.“
9.11 Hið beina…Tarsus: Í Damaskus er stræti sem liggur beinleiðis í gegnum borgina frá austri til vesturs. Þar eru margar götur aðrar þröngar og hlykkjóttar. Sál ólst upp í Tarsus í rómverska skattlandinu Kílikíu í Litlu-Asíu. Um borgina lá verslunarleiðin yfir Tarsusfjöll og greiddi veg ýmsum hugmyndum og menningaráhrifum. Tarsus var menntasetur á borð við Aþenu í Grikklandi og Alexandríu í Egyptalandi.
Guð útvelur Sál
Sál, sem hlýddi lögmáli Móse út í æsar, er á leið til Damaskus í því skyni að ofsækja þá, sem trúa á Jesú. Á leiðinni mætir hann sjálfum frelsaranum, sem felur honum að að prédika fagnaðarerindið.
9.14 æðstu prestunum: Æðstu prestarnir voru meðal þeirra er réðu musterinu í Jerúsalem. Sjá og „Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál“.
9.15 heiðingja, konunga og börn Ísraels: Hér merkir orðið „heiðingjar“ þá, sem ekki voru Gyðingatrúar. Sjá og „Heiðingjarnir“. Þótt Sál flytti fagnaðarerindið einkum heiðingjum, boðaði hann það einnig Gyðingum (börnum Ísraels) og raunar líka konungum (25.22-23; 26.1).
9.17 Ananías…lagði hendur yfir hann: Sjá athugagrein við 6.6.
9.18 lét þegar skírast: Sjá athugagrein við 1.5 (skírði með vatni).
9.20 í samkunduhúsunum: Orðið „sýnagóga“ (samkunduhús) er komið úr grísku, dregið af sögn sem þýðir „að koma (eða safna) saman“. Í Biblíunni er það notað um hóp fólks sem sækir guðsþjónustu og rannsakar ritningarnar. Oftast komu menn saman á einkaheimilum.Sjá og „Samkundurnar„.
9.22 Jesús væri Kristur: Sjá athugagrein við 2.36.
9.23-25 Að allmörgum dögum liðnum: Af bréfum Páls er vitað að hann dvaldi þrjú ár í Damaskus eða þar rétt fyrir austan, sem hann kallar „Arabíu“ (2Kor 11.32,33; Gal 1.17,18).
9.26 Jerúsalem: Flestir postulanna og margir lærisveinar Jesú aðrir voru enn í Jerúsalem, höfuðsetri Gyðingatrúar.
9.27 Barnabas: Sjá athugagrein við 4.36-37.
9.30 Sesareu…Tarsus: Sjá athugagreinar við 8.40 og 9.11
9.31 Júdeu, Galíleu og Samaríu: Héruð í Palestínu. Fyrirheit Jesú (sjá 1.8) var tekið að rætast.
9.31 kirkjan: Sjá athugagrein við 5.11. Hér er ekki átti við neinn einstakan söfnuð, heldur alla lærisveina Jesú, hvar í veröldinni sem þeir búa.
9.32 Pétur: Sjá athugagrein við 2.14.
9.32 sem áttu heima í Lýddu: Lýdda var um 56 km. norðvestur af Jerúsalem og um 17 km. suðvestur að Joppe. Lýdda var mikil versunarborg, sem lotið hafði mörgum yfirvöldum á ýmsum tímum í langri sögu sinni. Hún var Gyðingaborg frá því um 145 f. Kr. Nú áttu þar heima lærisveinar Krists, sem sannar landvinninga kristninnar bæði í vestur af Jerúsalem og eins í norðaustur (Damaskus).
9.35 Saron: Saron var frjósamt landsvæði, sem náði um 80 km. meðfram strönd Miðjarðarhafsins á milli Karmelfjalls í norðri og Joppe í suðri.
9.36 Joppe: Þegar Pétur kom til hafnarborgarinnar Joppe, var þar fyrir kristinn söfnuður. Heimildir eru um Joppe alla leið aftur til 18. aldar f. Kr. Um hríð laut borgin yfirráðum Egypta (frá 1500 til 1225 f. Kr.) Seinna tilheyrði hún Fönikíu og þá var siglt þaðan með timbur af Líbanonsfjöllum sem síðan var flutt landveg til Jerúsalem (sjá 2Kor 2.16). Núna heitir borgin Jaffa og er úthverfi Tel Avív í Ísarel.
9.43 Símoni nokkrum sútara: Sútun er ævagömul iðn, sem felst í því að verka dýraskinn svo að gera megi úr þeim klæði, tjöld og búshluti ýmsa. Þetta er óþrifleg vinna, þar eð sútarar bleyttu húðirnar í illa þefjandi legi til þess að mýkja þær og gera þær vatnsheldar. Sútarar bjuggu því oft fjarri öðrum mönnum.