22.1 móðu: Móðan (fljótið) í hinni nýju Jerúsalem er eins og árnar stóru, sem vökvuðu Edensgarð (1Mós 2.10-14). Sjá og Es 47.1-12 og Sak 14.8.

22.2 tré:Orðið er hér haft í eintölu, en merkir fleiri en eitt tré, sem vaxa báðum meginn árinnar.

22.3 Engin bölvun: Þegar Adam og Eva átu af ávexti skilningstrés góðs og ills (1Mós 2.17; 3.6) sagði Guð að akurlendið skyldi vera bölvað vegna óhlýðni Adams og rak þau út úr aldingarðinum Eden, að þau ætu ekki líka af lífsins tré og lifðu eilíflega (1Mós 3.22). Í hinni nýju Jerúsalem leyfist Guðs lýð að leggja sér til munns aldin af lífsins tré af því að bölvun syndarinnar hefur verið aflétt um eilífð alla.

22.3 lambsins: Sjá athugagrein við 5.6.

Fyrirheit að lokum, blessunar- og varnaðarorð

Í sýn Jóhannesar birtast þau sannindi kristinnar trúar, að Jesús muni koma aftur innan skamms og blessa alla þá, sem reynst hafa trúir. Kristnum mönnum ber að vera hreinlífir („þvo skikkjur sínar“) og forðast allt hið illa. Jóhannes minnir á, að hver sá sem bæti við eða að öðrum kosti dragi frá innihaldinu og boðskapnum í sýn hans, muni ekki fá að koma inn í borgina helgu.

22.6 spámönnunum: Sjá athugagrein við 1.3.

22.7 Sjá, ég kem skjótt: Þrisvar sinnum koma þessi orð fyrir í lokaversum Opinberunarbókar Jóhannesar (sjá 22.12,20). Í þeim er bæði hljómur fyrirheitis og aðvörunar. Um þann dag, þegar Jesús kemur aftur, ræðir víða í Nýja testamenti (1Kor 15.20-28; Fil 11.0; 2.16; 3.20,21; 1Þess 4.13-18). Guð einn veit, hvenær þetta verður, og er endurkomunni þess vegna líkt við það, þegar þjófur brýst inn í hús, öllum að óvörum (Matt 24.42,43; Lúk 12.35-40; 2Pét 3.10 og Opb 3.2,3). Lærisveinar hans þurfa því ávallt að vera viðbúnir. Sjá og „Efstu dagar“ og „Endurkoman„.

22.8 Jóhannes: Sjá innganginn að Opinberunarbók Jóhannesar og athugagrein við 1.1 (Jóhannesi, þjóni sínum).

22.14 þvo skikkjur sínar…lífsins tré: Sjá athugagreinar við 7.14 (hvítþvegið skikkjur sínar) og 22.3 (Engin bölvun).

22.16 rótarkvistur Davíðs…morgunstjarnan: Sjá athugagreinar við 3.7 (lykil Davíðs); 5.5 (ljónið af Júda ættkvísl); og athugagrein við 2.27-28 (morgunstjörnuna).

22.17 andinn og brúðurin: Sjá athugagrein við 1.10 (í anda). Hér er „brúðurin“ hin nýja Jerúsalem (gjörvöll sköpunin). Sjá og Matt 22.1-10; Ef 5.22-32.

22.17 sá sem heyrir: Opinberunarbók Jóhannesar skyldi lesin upp í guðsþjónustu safnaðarins.

22.19 lífsins tré….borginni helgu: Sjá athugagrein á bls. 2309 (lífsins tré) og athugagrein við 21.2 (nýja Jerúsalem).