10.1,2 lærisveina sína tólf….postulanna: „Lærisveinn“ er nemandi lærimeirstara og fylgir honum. Orðið „postuli“ þýðir „sá sem er sendur“. Það á við um postula Jesú, sem hann sendi frá sér með boðskapinn um Guðs ríki. Sjá lista yfir lærisveinana tólf.
10.2 Pétur:Símon, fyrsti lærisveinninn, sem Jesús kvaddi til fylgdar við sig (4.18-22). Gríska nafnið hans (Petros) og það arameíska (Kefas) þýða bæði „klettur.“ Jesús læknaði tengdamóður Péturs (Matt 8.14). Markús og Lúkas kunna og frá þeirri lækningu að segja. Þeir nefna Pétur Símon.
10.3 tollheimtumaður:Sjá athugagrein við 5.46.
10.4 Ískaríot: Maðurinn frá Karíot (í Júdeu). Gæti líka þýtt „morðingi.“
10.5 heiðinna manna…samverska borg:Sjá „Heiðingjarnir“. Samverjar bjuggu í borginni Samaríu og nágrenni hennar í Palestínu. Margir gyðingar í samtíma Jesú vildu enga umgengni hafa við heiðingja og forðuðust Samverja.
10.8 líkþráa:Í þá daga var orðið „líkþrá“ notað um húðsjúkdóma af ýmsu tagi. Í 3Mós 13-14 er maður haldinn sumum þessara sjúkdóma talinn óhreinn. Sá sem snerti sjúklinginn þurfti að gangast undir sérstaka hreinsunarathöfn til þess að mega teljast til safnaðarins aftur. Þegar Jesús tók á líkþráa manninum varð hann óhreinn samkvæmt lögmáli Móse.
10.14 hristið dustið af fótum yðar: Þannig auðsýndu gyðingar höfnun öðru fólki. Sjá og Post 13.51.
10.15 á dómsdegi: Sjá athugagrein við 7.22.
10.15 Sódómu og Gómorru:Í 1Mós 19.1-29 segir að Guð hafi lagt þessar borgir í eyði fyrir illsku íbúanna. Ekki er með vissu vitað hvar Sódóma var að fornu, en talið að hún hafi verið suðvestan við Dauðahafið. Sjá Matt 11.24.
10.20 andi:Sjá athugagrein við 1.18.
10.23 Mannssonurinn:Sjá athugagrein við 8.20.
10.41 Sá sem tekur við…: Í lögmáli Móse var mælt svo fyrir að fólk væri gott við gesti og ókunnuga, byði þeim húsaskjól og ynni þeim beina. Slíka háttsemi köllum við gestrisni. Í henni fólst meðal annars að þvo aðkomumanni um fæturna, því að flestir gengu berfættir eða voru að öðrum kosti í ilskóm (bandaskóm).