Hinir tólf lærisveinar Jesú eru taldir upp í þremur af guðspjöllunum fjórum.  Hér sést að nöfn þeirra sem Markús og Lúkas nefna koma heim og saman við nafnalistann í Matteusarguðspjalli.

Matteus 10.2-4 Markús 3.14-19 Lúkas 6.13,16
Símon (Pétur) Símon (Pétur) Símon (Pétur)
Andrés, bróðir Péturs Andrés Andrés, bróðir Péturs
Jakob Sebedeusson Jakob Sebedeusson Jakob (þrumusonur)
Jóhannes Sebedeusson Jóhannes Sebedeusson Jóhannes (þrumusonur)
Filippus Filippus Filippus
Bartólómeus Bartólómeus Bartólómeus
Tómas Tómas Tómas
Matteus tollheimtumaður Matteus Matteus
Jakob Alfeusson Jakob Alfeusson Jakob Alfeusson
Taddeus Taddeus Júdas Jakobsson
Símon vandlætari Símon vandlætari Símon vandlætari
Júdas Ískaríot Júdas Ískaríot Júdas Ískaríot

 

Lærisveinarnir tólf voru seinna nefndir postular, sem og fáeinir aðrir eins og t.d. Páll postuli.  Jesús gaf lærisveinum sínum vald til þess að lækna sjúka og reka út illa anda.  Lærisveinarnir eru líka taldir upp í Mrk 3.16-19 og Lúk 6.13-16 og ber guðspjöllunum þremur nær alveg saman.  Sjá töfluna hér að ofan.