10.1 Júdeu…Jórdanar: Sjá athugagrein við 1.5.

10.2 Farísear: Sjá athugagrein við 2.16.

10.3 Móse boðið: Með „Móse“ er átt við Lögmálið, þ.e. fimm fyrstu bækur helgiritasafns gyðinga (Gamla testamentis) – Genesis, Exodus, Leviticus, Numeri og Deuteronomium. Í þeim eru fjölmargir lagabálkar sem mæla fyrir um hegðun fólks og helgihaldið.

10.4 rita skilnaðarbréf: Lögmál Móse heimilaði að maður skrifaði eiginkonu sinni skilnaðarbréf ef hann fyndi „eitthvað fráhrindandi við hana“ (5Mós 24.1-4; Matt 5.31). Þessi lögggerningur hafði m.a. þann tilgang að gera manninum erfiðara fyrir að skilja við konu sína. Áður en þessi lög tóku gildi hafði verið nóg að reka konuna einfaldlega að heiman. Jesús vitnar í sköpunarsögu 1. Mósebókar til þess að skýra mikilvægi hjónabandsins (1Mós 1.27,28: 2.18-24).

10.11,12 Sá sem skilur við konu sína…ef kona skilur við mann sinn: Samkvæmt rómverskum lögum mátti kona skilja við mann sinn, en lögmál Móse leyfði það ekki.

10.13 börn: Jesús tók dæmi af börnum af því að þau voru áliti hvorki vitur né valdamikil eins og fullorðnir. Hann benti á, að viska og völd greiddu engum leið inn í Guðs ríki. Guðs ríki er hins hlýðna, trúa og auðmjúka.

10.16 lagði hendur yfir þau og blessaði þau: Með því að taka sér börnin í fang sýndi Jesús að börnin eiga fulla aðild að Guðs ríki, fjölskyldu hans.

10.17 eilílft líf: Á dögum Jesú voru margir gyðingar farnir á trúa á líf eftir dauðann og vonuðust eftir því að eignast það. Aðrir, þar á meðal Saddúkear, gátu ekki fellt sig við þessa hugmynd af því að um hana er ekkert fjallað í lögmáli Móse. Sjá „Eilíft líf“ í orðtakasafni.

10.23 Hver torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki: Fólk í góðum efnum var álitið njóta blessunar Guðs, einkum ef það hafði lifað samkvæmt lögmáli Móse. Jesús gefur til kynna að það kunni að vera erfiðara auðmönnum að eignast eilíft líf, sérstaklega ef þeir treysta eignum sínum og ekki Guði. Sjá athugagrein við 1.15 (Guðs ríki).

10.24 torvelt: Sum handrit bæta við „þeim sem treysta auðævunum“. Önnur bæta við „fyrir hina ríku.“

10.25 úlfalda að fara gegnum nálarauga: Úlfaldar, þessi stórvöxnu dýr, voru notuð til þess að flytja dýrmætan varning langar leiðir. Jesús grípur til fjarstæðukenndrar samlíkingar til þess að koma merkingu orða sinna svo greinilega til skila sem kostur er.

10.28 Pétur: Sjá athugagrein við 1.16 (Símon).

10.29,30 fagnaðarerindisins…eilíft líf: Sjá athugagrein á bls. 1812. „Hinn komandi heimur“ kann í Markúsarguðspjalli að merkja „himnaríki“, eða þann dag þegar Mannssonurinn (Jesús) kemur í skýjum og safnar sínum útvöldu á jörðinni (13.26,27).

10.32 Jerúsalem: Sjá athugagrein við 1.5.

10.33 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 8.31.

10.33 æðstu prestum og fræðimönnum…heiðingjum:Sjá athugagreinar við 8.31 (æðstu prestarnir) og 12.38 (fræðimennirnir). Með „heiðingjum“ er hér átt við rómverska setuliðið í Júdeu.

10.35 Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar:Sjá athugagreinar við 1.19 og 9.2.

10.37 hægri handar…vinstri:Mestu virðingarmenn ríkisins sátu hið næsta konunginum.

10.38 drukkið þann kaleik…eða skírst þeirri skírn sem ég skírist: Í Biblíunni er „kaleikur“ stundum tákn þjáninga. Að „drekka kaleik“ merkir þá að þjást. „Kaleikur“ og „skírn“ eru sömu merkingar í þessu versi. Sjá og Lúk 12.50.

10.44 þræll: Sjá „Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú“.

10.45 Mannssonurinn: Sjá „Mannssonurinn“.

10.46 Jeríkó:Jeríkó er um 48 kílómetra í norðaustur frá Jerúsalem og tæpa 10 kílómetra fyrir norðan Dauðahafið. Hún er talin ein elsta borg veraldar.

10.47 Sonur Davíðs:Gyðingar væntu þess að Messías yrði af ætt Davíðs konungs. Einn af messíasar-titlunum var því „sonur Davíðs.“

10.51 Rabbúní:Arameíska, þýðir „herra minn.“

10.52 trú: Sjá Mrk 5.34 og „Trú“ í orðtakasafni.