2.1 dauð vegna afbrota ykkar: Sjá athugagrein við 1.7-8. Synd skilur okkur frá Guði og öðrum mönnum. Laun syndarinnar eru dauði (Róm 5.12; 6.23).
2.2 samkvæmt aldarhætti þessa heims…valdhafans í loftinu: “Heimurinn” er í munni Páls öflin sem standa gegn Guði (Róm 12.2, Gal 4.3; 6.14). Sjá og Jóh 15.18,19. “Valdhafinn í loftinu, andi þess, sem nú verkar í þeim, sem ekki trúa” er djöfullinn, öðru nafni Satan, foringi illu aflanna.
2.4-5 dauð vegna misgjörða okkar: Sjá athugagrein við 2.1.
2.4-5 af náð eruð þið hólpin orðin: Sjá athugagrein við 1.13 (fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar).
2.6 reisti okkur upp með Kristi Jesú og bjó okkur stað hjá honum í himinhæðum: Hjá Páli er upprisan til lífsins nýja oft framundan (Róm 6.5-8; 8.18-25; 1Kor 15; Fil 3.11). Hér á hann vísast við það nýja líf sem gefst í skírninni (Róm 6.3,4; Kól 2.12). Sjá athugagrein við 1.3 (andlegri blessun himinsins).
2.11 heiðingjar: Sjá “Heiðingjarnir” og athugagrein við 1.12.
2.11 umskornir:Sjá “Umskurn“.
2.13 fyrir blóð hans: Sjá athugagrein við 1.7,8.
2.14 heiðingja og Ísraelsmenn: Sumir Gyðingar skildu lögmál Móse svo, að þeir ættu alls ekki að hafa neinn samgang við heiðingja. Jesús lagði líf sitt í sölurnar til þess að bæði Gyðingar og heiðingjar yrðu heimamenn Guðs (2.15).
2.15 lögmálið: Þótt höfundur Efesusbréfsins segi, að Jesús hafi “afmáð” lögmálið, má í öðrum bréfum Nýja testamentis lesa, að trúin á Jesú geri lögmálið ekki að engu, heldur staðfesti hún það, þ.e. sýni fram á að menn geti orðið að sönnu hlýðnir (Róm 3.31; Kól 2.14). En þótt lögmál Drottins sé heilagt og gott, þá réttlætist enginn maður af lögmálsverkum. Lögmálið kennir hvað sé synd (Róm 3.20; 7.7-12; Gal3.12-14; 2.15,16).
2.16 á krossi: Jesús var líflátinn með krossfestingu. Sjá Matt 27.31-54 og “Krossfesting“.
2.18 föðurinn…anda: Sjá athugagrein við 1.2 (Guði föður vorum) og “Heilagur andi“.
2.20 postulana og spámennina: Postularnir voru þeir tólf, sem Jesús valdi úr hópi lærisveina sinna til þess að boða fagnaðarerindið öllum heimi. Spámenn Ísraelsþjóðarinnar voru sendiboðar, er mæltu fyrir munn Drottins, á tímabilinu 800 til 400 f. Kr. Þá voru þeir og nefndir spámenn, sem hlotið höfðu af heilögum anda hæfileika spádómsgáfunnar (3.5; 4.11; sjá og 1Kor 12.7-11).
2.20-21 bygging…heilagt musteri í Drottni: Musterið í Jerúsalem var hús Drottins, miðstöð helgihalds í Ísrael. Í musterinu átti Guð heima (2Kro 5.11-6.2; Hab 2.20). Páll segir, að þeir sem öðlast hafi gjöf heilags anda, séu nú heilagt musteri Guðs (1Kor 3.16,17). Þeir eru heilagir vegna samfélagsins við Drottin.