4.3 þeim einum, sem glatast: „Glataðir“ eru þeir, sem ekki trúa á Krist Jesú. Þeim er orð krossins heimska (1Kor 1.18). Orð krossins er boðskapurinn um Jesú og dauða hans á krossinum.
4.4 guð þessarar aldar…ljósið: Hér á Páll við Satan. Sjá „Satan“ á bls. 945 og athugagrein við 1.12 (mannlegri speki). Í Biblíunni táknar ljósið Guð og Guðs orð (Slm 119.105; Jóh 1.4,5; 1Jóh 1.5), og ennfremur fólk og viðburði, sem opinbera sannleika Guðs (Jes 49.6). Lærisveinar Jesú eru stundum nefndir „börn ljóssins“ (Jóh 12.36; Ef 5.8).
4.7 leirkerum: Leirker voru algeng ílát á dögum Páls. Á myndinni er leirker frá Palestínu frá fyrstu öldinni eftir Krists burð.
4.13,14 Ég trúði…Guð, sem vakti upp Drottin Jesú: Sjá „Trú“ á bls. 1827. Páll skrifar hér um það, er Drottinn Guð reisti Jesú upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann dó á krossinum (Matt 28.1-10; Post 2.22-24). Sjá og „Upprisan„.
4.17 eilífrar dýrðar: Hér ræðir Páll um þann dag í framtíð þegar Jesús gefur lærisveinum sínum eilíft líf og nýja, andlega líkama (1Kor 15.45-57; Róm 8.18). Sjá og „Eilíft líf“.