Heilsun, bænir og þakkir

Páll byrjar bréf sitt með því að heilsa lesendum sínum, safnaðarfólkinu í Korintu og Akkeu, og flytur kveðju frá Tímóteusi. Því næst lofar hann Guð og þakkar honum fyrir að hafa hughreyst sig í sérhverri þröng, svo að hefur getað hughreyst aðra í þrengingum þeirra.

1.1 Páll…postuli Jesú Krists: Sjá athugagrein við 1Kor 1.1 og „Páll (Sál) frá Tarsus„.

1.1 Tímóteus: Páll hafði sent Tímóteus til Korintu að fylgja eftir brautryðjandastarfi sínu þar að prédikun fagnaðarerindisins (1Kor 4.17; 16.10).

1.2 Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists: Sjá athugagreinar við 1Kor 1.3.

1.3 huggunar: Guð veitti Páli og safnaðarmönnum í Korintu „huggun“ með því að fylla þá kjarki og von sem gerði þeim kleift að horfast í augu við þjáningar, hættur og jafnvel dauða.

1.5 þjáningum Krists: Jesús leið þjáningar og dó á krossinum (Mrk 8.31; Lúk 9.22; 1Pét 1.11; 4.13; Heb 2.9-11).

1.6 frelsist: „Að frelsast“ merkir að maðurinn „losnar frá synd og hvers kyns illsku“ vegna þess sem Guð hefur fyrir hann gert og gerir enn. Má einnig orða svo: „Að öðlast eilíft líf.“ Sjá og „Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)“ og „Eilíft líf„.

1.8 þrenging þá sem ég varð fyrir í Asíu: Asía hét á dögum Páls rómverskt skattland í suðvesturhluta þess landsvæðis þar sem núna er Tyrkland. Páll segir ekkert frá því nánar hverjar ógnir hann mátti þola í Efesus, en vísast hafa það verið pyndingar og líflátshótanir (sjá og Post 20.17-19).

Pál langar til að friðmælast við mótstöðumenn sína.

Páli er ofarlega í huga að semja frið við óvildarmenn sína. Þá hvetur hann og Korintumenn til þess að fyrirgefa hver öðrum. Eftir að hafa úthellt hjarta sínu lætur hann fylgja meginkenningar um hinn nýja sáttmála Guðs, sem runninn er af rótum heilags anda, svo að hver sá sem tilheyrir Kristi verður nýr maður. Síðan kemur það, sem vel kann að vera „brot“ af öðru bréfi (6.14-7.16).

1.12 mannlegri speki: Páll ræðir hér um veraldarvisku, sem gerir lítið úr speki Guðs. Hann lét hins vegar ekki stjórnast af hyggju þessa heims, heldur kaus að láta leiðast af gæsku Guðs. „Heimurinn“ var Páli samnefnari alls þess sem stóð í gegn Guði (Róm 12.2; Gal 4.3; 1Kor 6.14). Sjá og „Spekin„.

1.15 var það ásetningur minn að koma…til ykkar: Páll hafði tvisvar sinnum ásett sér að heimsækja Korintumenn (1Kor 16.1-9) þegar hann var á ferðinni með samskotafé frá söfnuðum í Litlu-Asíu og Grikklandi. En hann hætti við það af því að hann vildi síður þurfa að snupra þá fyrir líferni þeirra. (1.23,24).

1.19 Sonur Guðs: Konungstitill í Ísrael til forna (Slm 2.6-8). Páll kallar Jesú „son Guðs“ og gefur með því til kynna, að Guð hafi útvalið hann til þess að ríkja yfir hinum nýja Ísrael (heilagri, almennri kirkju). Sjá og „Sonur Guðs„.

1.19 Silvanus og Tímóteus: Silvanus þessi er trúlega sá sem í Post 5.32 er sagður gæddur spádómsgáfu. Hann var rómverskur borgari eins og Páll (Post 16.37). Þegar Páll og Barnabas skildu að skiptum (Post 15.37-39) slóst Silvanus í för með Páli. Sjá og athugagrein við 1.1 (Tímóteus).

1.22 sett innsigli sitt á okkur og gefið okkur anda sinn: Hér á Páll að sjálfsögðu við heilagan anda. Í 1Kor 12-14 ræðir hann um andagáfurnar, sem heilagur andi gefur þeim sem sérstaklega er ætlað er að styrkja líkama Krists, söfnuðinn. Sjá og athugagrein við 1Kor 12.3 (Guðs andi) og „Heilagur andi„.

1.24 trú: Sjá „Trú„.