24.1 Ananías…nokkrir öldungar: Sjá athugagreinar við 23.2 (Ananías) og 4.1; 4,5; og 22.30 (allt ráðið). Torvelt er að segja nákvæmlega til um, hvaða öldungar þetta voru, en vísast hafa þeir átt sæti í ráðinu í Jerúsalem.

24.1 Tertúllus nokkur málafærslumaður: „Málafærslumaður“ merkir hér trúlega sá sem er fróður um lög bæði Rómverja og Gyðinga. Líklega hefur Tertúllus verið Gyðingur, alinn upp utan Palestínu og lærður í Rómarrétti.

24.5 nasarea: Hér er orðið vafalítið notað um fylgismenn Jesú frá Nasaret. En þó gæti Tertúllus hafa átt við að Páll heyrði til flokki „nasírea“, en svo voru þeir nefndir, sem unnið höfðu heit og verið vígðir til ýmissar þjónustu við Guð um lengri eða skemmri tíma. (Sjá athugagreinar við 18.18 og 21.23).

24.14 samkvæmt veginum: Sjá athugagrein við 9.2 (þessa vegar).

24.14 lögmálinu og spámönnunum: Sjá athugagreinar við 8.28 (helgirit Gyðinga) og 4.5 (lögmál Móse).

24.21 upprisu dauðra: Sjá „Upprisan„.

24.22 veginn: Sjá athugagrein við 9.2 (þessa vegar).

24.24 Drúsillu: Hún var þriðja eiginkona Felix og dóttir Heródesar Agrippu I. (Sjá athugagrein við 12.1). Hún hafði gifst Azizusi konungi í Emesu á Sýrlandi þegar hún var á 15. árinu, en skildi við hann til þess að ganga að eiga Felix.

24.27 tók Porkíus Festus við landstjórn: Talið er að Festus hafi verið landstjóri í Júdeu frá 60 til 62 e. Kr. Jósefus, sagnaritari Gyðinga, segir hann hafa komið sér út úr húsi hjá Gyðingum fyrir tvennar sakir: Hann reyndi að ráða niðurlögum hermdarverkamanna, sem kölluðu sig „Sicarii“ (morðingjar), og ennfremur var hann í vitorði með Heródesi Agrippu um þá fyrirætlun hans að mölva niður múrvegg sem byrgði konungi sýn til helgiathafna í musterinu.