17.1 Amfípólis og Apollóníu…Þessaloníku: Páll er á ferðinni eftir hinum svonefnda Egnatíu-vegi og fer um þær borgir í Makedóníu, sem hér eru nefndar. Þessaloníka var höfuðborg rómverska skattlandsins Makedóníu. Þar voru íbúarnir nærri tvö hundruð þúsund talsins. Og þar var Gyðinganýlenda. (Sjá athugagrein við 1Þess 1.1.)
17.1 samkundu: Sjá athugagrein við 9.20.
17.2 hvíldardaga: Sjá athugagrein við 13.14.
17.2 ritningunum: Sjá athugagrein við 8.35.
17.3Kristur: Sjá athugagrein við 3.18.
17.4 fjöldi guðrækinna Grikkja: Sjá athugagrein við 10.45 (heiðingjunum).
17.5 húsi Jasonar: Þetta kann að vera Jason sá, sem í Rómverjabréfi Páls postula biður að heilsa söfnuðinum (16.21).
17.7 breyta gegn boðum keisarans: Það var lögbrot að segjast vera konungur sjálfur ellegar að halda því fram að einhver annar en keisarinn væri konungur.
17.10 til Beroju…samkunduhús Gyðinga: Beroja var um 80 km. suðvestur af Þessaloníku, en tilheyrði ekki sama héraði í Makedóníu og Þessaloníka. Hópur Gyðinga kom reglulega saman í Beroju til þess að rannsaka ritningarnar og biðjast fyrir. Sjá athugagrein við 9.20.
17.11 ritningarnar: Sjá athugagrein við 8.35.
17.14 til sjávar: Átt er við norðvestur-strönd Eyjahafsins. Páll hefur annað hvort siglt til Aþenu, eða að öðrum kosti farið þangað fótgangandi. Eftir strandlengju Makedóníu lá vegur suður á bóginn um Beroju og allt til Akkeu, sem var rómverskt skattland í suðurhluta Grikklands.
17.15 Aþenu: Menn munu fyrst hafa sest að í Aþenu um 3000 árum fyrir Krists burðu. Um 440 f. Kr. var borgin orðin að höfuðstað Grikklands og miðstöð menningar í löndunum í kringum Miðjarðarhafið.
17.16 borgin var full af skurðgoðum: Grikkir og Rómverjar reistu guðum sínum hof og líkneskjur. Sjá nánar „Trúarbrögð í rómverska heimsveldinu„.
17.17 á torginu: Markaðstorgið í Aþenu (á grísku: agora) var meira en sölutorg. Það var almennur samkomustaður með hof og opinberar byggingar allt um kring. Alsiða var, að lærimeistarar kenndu á torgum.
17.18 Epíkúringar og Stóumenn: Epíkúringar aðhylltust kenningar Epíkúrosar (341-270 f. Kr.) Hann taldi vellíðan hin æðstu gæði, en aftur skyldu menn reyna að forðast sársauka. Sjá „Stóuspekin“ og „Átrúnaður og trúarhugmyndir á tímum Biblíunnar„.
17.19 á Aresarhæð: Eða: fram fyrir Areopagus-dóminn (sbr. Post 17.34). Ráð valdamanna í Aþenu, er hafði á hendi stjórn Grikklands og auk þess mikil áhrif í menntunar- og trúarefnum. Það kom saman á dálítilli hæð, Aresarhæð er svo var nefnd eftir orustuguði Grikkja. Rómverski herguðinn hét Mars og var Aresarhæð stundum kölluð eftir honum.
17.23 Ókunnum guði: Grikkir vildu síður styggja þá guði, sem kynnu að vera til, án þess þeim væri kunnugt um það; til vonar og vara reistu þeir þess vegna ölturu „ókunnum guðum.“
17.28 sum skáld ykkar: Hér vitnar Páll postuli í tvö skáld Forn-Grikkja: Epimenides frá Krít (6. öld f. Kr.- sjá og Tít 1.12) og Aratus frá Kilikíu (3. öld f. Kr.), en sá var undir áhrifum frá Stóumönnum.
17.34 Díónýsíus…Damaris: Díónýsíus átti sæti í Areopagus-dóminum (sjá athugagrein við 17.19).