19.1 Júdeu handan Jórdanar: Þetta svæði, sem er í Jórdandalnum, fór seinna að ganga undir nafninu Transjórdanía eða Perea.
19.3-9 að skilja:Sjá athugagrein við 5.31.
19.9nema sakir hórdóms:Sjá athugagrein við 5.32.
19.14 slíkra er himnaríki: Eða: „Guðsríkið tilheyrir þeim sem eru eins og þessi börn.“
19.16 eilíft líf:Á dögum Jesú voru margir gyðingar farnir að trúa á líf eftir dauðann. En aðrir, eins og t.d. Saddúkear, vildu ekki heyra á eilíft líf minnst, af því að því var ekkert lýst í lögmáli Móse. Enn aðrir töldu að líf eftir dauðann yrði eins og jarðlífið. Jesús líkir framtíðarríki Guðs við veislu (sjá 8.11). Sjá „Eilíft líf“ í orðtakasafni.
19.24 úlfalda:Úlfaldar (eða kameldýr) eru stóreflis skepnur, algengar í Mið-Austurlöndum. Þeir eru stundum nefndir „skip eyðimerkurinnar“ fyrir það að þeir eru látnir bera þungar byrðar langar leiðir. Í maga úlfaldans eru hólf sem geyma vatn langtímum saman, svo að þeir þurfa ekki að drekka nema stórum og sjaldan. Á bakinu hafa þeir fituhnúð. Kamelull var notuð til þess að búa til úr henni tjöld og fatnað.
19.28 tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels:Jakobi, sonarsyni Abrahams og Söru, var af Guði gefið nafnið Ísrael (sjá 1Mós 32.22-30). Hinar tólf ættkvíslir Ísraels heita eftir jafnmörgum sonum Jakobs. Jósef, sonur Jakobs, var forfaðir tveggja ættkvísla, þeirra Manasse og Efraím. Leví ættkvísl fékk ekkert ákveðið hérað til búsetu; hún skyldi vera sérstök prestaættkvísl. (Sjá Matt 25.31; Lúk 22.30.)