8.4 í óbyggðum: Margir munu hafa minnst heimfararinnar frá Egyptalandi mörgum öldum fyrr, er þeir urðu vitni að því að Jesús mettaði þúsundirnar. Þá gaf Drottinn fólkinu manna (himnabrauð) og lynghænsn til fæðslu í eyðimörkinni (2Mós 16; 3Mós 11).
8.5 brauð: Sjá athugagrein við 6.38.
8.6 gerði þakkir og braut þau: Sjá athugagrein við 6.41.
8.8-9 sjö körfur: Sjö var heilög tala í hinum gömlu Austurlöndum nær. Hún var tákn fullkomnunar. Sjá og “Tölur í Biblíunni”.
8.10 Dalmanútabyggðir: Ekki er vitað með vissu hvar þær voru, en sumir hafa talið þær hafa verið við Galíleuvatnið vestanvert.
8.11 farísear…kröfðu hann um tákn af himni: Sjá athugagrein við 2.16. Þeir vildu að Jesús ynni kraftaverk til þess að sýna, svo ekki yrði um villst, að Guð væri með honum. Sjá og Matt 12.38; 16.11; Lúk 11.16.
8.15 súrdeig farísea og súrdeig Heródesar: Ger er agnarlítill gulur sveppur. Þegar hann er settur saman við hveiti og vatn, lyftir deigið (súrdeig) sér, þannig að ekki verður úr flatbrauð þegar bakað er. Þetta er kallað súrdeig. Brauð án gers er hins vegar nefnt “ósýrt brauð”. Það er næfurþunnt og var borið fram við sérstök tækifæri eins og t.d. á páskum. Jesús á við það, að orð farísea (2.16) og verk Heródesar Antípasar (3.6) hafi áhrif á allan lýð Guðs á sama hátt og gerið gegnsýrir deigið. Sjá og Lúk 12.1.
8.22 Betsaídu: Sjá athugagrein við 6.45.
8.27 Sesareu Filippí: Þessi borg var um 40 km. norðan við Galíleuvatn.
8.28 Jóhannes skírara, aðrir Elía…einn af spámönnunum: Sjá athugagreinar við 1.4 (Jóhannes skírari) og 6.15 (Elía). Sjá og Mrk 6.14,15; Lúk 9.7,8.
8.29 Kristur: Kristur er gríska orðið yfir Messías á hebresku og þýðir “hinn smurði” þ.e. hinn útvaldi. Pétur kallar Jesú Krist (Messías), hinn útvalda Drottins. Berið þetta vers saman við Jóh 6.68,69.
8.30 að segja engum frá sér: Þótt augu Péturs hafi opnast fyrir því að Jesús er Kristur, vill Jesús ekki lærisveinarnir segi öðrum frá því. Sjá athugagrein við 1.44.
8.31 Öldungarnir, æðstu prestarnir og fræðimennirnir: Æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar lýðsins, svo sem farísear og saddúkear, sátu í valdamiklu ráði og létu rómversku stjórnvöldin því að mestu eftir heimastjórnina (14.53,55). Sjá athugagrein við 12.38 (fræðimennirnir).
8.31 Mannssonurinn…útskúfa…lífláta: Sjá athugagrein við 2.10 (Mannssonurinn). Hér ræðir Jesús um það sem framundan er: að verða réttarhöld, hann deyra á krossinum og Guð reisir hann aftur upp frá dauðum.
8.32 Pétur: Sjá athugagrein við 1.16 (Símon Pétur).
8.33 Satan: Sjá athugagrein við 1.13. Hér er Jesús hvassyrtur: sá, sem kemur sér hjá því að fara að vilja Guðs vinnur þar með verk Satans.
8.34 kross sinn: Sjá athugagrein við 15.13.
8.35 lífi: Í versum 35-37 er gríska orðið “psyche” þýtt með “líf” og “sál”.
8.38 syndugu kynslóð: Sjá athugagrein við 1.4 (láta skírast).
8.38 Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns með heilögum englum: Sjá athugagreinar við 2.10 (Mannssonurinn) og 1.13 (englar). Jesús kallaði Guð Ísraels “föður.” Sjá og “Mannssonurinn”.