6.1 ættborg sína: Nasaret (sjá athugagrein við 1.24).
6.2 hvíldardagur….í samkundunni: Sjá athugagrein við 1.21.
6.3 sonur Maríu…bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar: Sjá athugagrein við 3.31. Fátt er vitað um systkini Jesú, nema Jakob, sem varð dugandi forustumaður í kirkjunni. Jakob sá Jesú upprisinn (1Kor 15.7) og var síðar leiðtogi gyðing-kristna safnaðarins í Jerúsalem (Post 15.13; 21.18; Gal 1.19). Munnmæli herma, að hann hafi verið líflátinn einhvern tíma fyrir árið 70 e. Kr.
6.7 þá tólf: Sjá athugagrein við 3.16-19.
6.7 óhreinum öndum: Sjá athugagrein við 3.30.
6.11 hristið dustið af fótum ykkar: Þannig sýndu menn höfnun, afneitun. Sjá annað dæmi um þetta í Post 13.51.
6.13 illa anda: Sjá athugagrein við 3.30.
6.13 smurðu marga sjúka með olíu: Notkun olífuolíu var hluti af helgisiðum lækna. Þegar borin var olía á mann var það stundum kallað „að smyrja hann.“
6.14 Heródes konungur… Jóhannes skírari: Sjá athugagreinar við 3.6 (Heródes Antípas) og 1.4 (Jóhannes skírari).
6.15 Elía: Elía var spámaður í Ísrael rúmum 800 árum áður en Jesús fæddist. Seinni tíma spámenn töldu, að Elía myndi kom aftur að vara menn við dómsdegi (Mal 3.1-4) og búa fólk undir komu Messíasar.
6.17-18 Heródíasar, konu Filippusar, bróður síns: Heródías var barnabarn Heródesar mikla. Hún gékk að eiga Filippus, frænda sinn, son Heródesar. Síðar tældi Heródes Antípas frænku sína til þess að skilja við Filippus og giftast sér. Móselög lögðu bann við því að maður gengi að eiga mágkonu sína að bróður sínum lifandi (3Mós 18.16).
6.21 gæðingum sínum, hershöfðingjum og fyrirmönnum Galíleu: Þótt Rómverjar réðu lögum og lofum í Galíleu, hafði Heródes konungur á hendi nokkra heimastjórn og dálítinn her. Þessir fyrirmenn Galíleu kunna að hafa verið gyðingar eða rómverskir embættismenn, nema hvort tveggja hafi verið.
6.26 vegna eiðsins: Ætlast var til þess að höfðingjum að þeir héldu orð sín. Heródes varð því að standa við það, sem hann hafði lofað stjúpdóttur sinni í viðurvist hinna háttsettu gesta.
6.29 gröf: Grafhvelfingar voru höggnar í mjúka kalksteinsklettana og þar voru lagðir til hinstu hvíldar þeir, sem áttu ríka að. Grafarmunninn var varla nema metri á hlið. Utan við hann var höggvin rauf í klettagólfið og í henni komið fyrir kringlóttum steini sem velta mátti frá og fyrir. Fátækir notuðu hella í fjöllunum eða grófu sína dánu.
6.30 Postularnir komu nú aftur til Jesú: Hinir tólf, sem Jesús sendi og fól verk að vinna (6.7-13).
6.34 sauðir er engan hirði hafa: Sauðfé þarf gæslu og umhirðu. Kindurnar hændust að hirðinum og komu, þegar hann kallaði.
6.35 engin mannabyggð: Sjá athugagrein við 8.4.
6,37 tvö hundruð denara: Einn denar jafngilti daglaunum verkamanns.
6.38 fimm brauð: Kringlótt flatbrauð, líkast lummum.
6.41 þakkaði Guði, braut brauðin: Þessi orð eru nær hin sömu og Jesús viðhafði við síðustu kvöldmáltíðina (14.22-26).
6.43 tólf körfur: Talan 12 hefur mikið tákngildi í Biblíunni og kemur mjög við sögu í trúarlífi gyðinga og menningu. Sjá og „Tölur í Biblíunni“.
6.45 Betsaídu: Betsaída er gyðingaþorp rétt þar austan við sem áin Jórdan rennur í norðanvert Galíleuvatnið.
6.47 vatni: Galíleuvatni (sjá athugagrein við 1.16).
6.52 það sem gerst hafði með brauðin: Þótt þeir væru sjónarvottar að kraftaverkum Jesú, vissu þeir ekki enn hver hann var.
6.53 Genesaret: Bærinn stóð við Galíleuvatn að norðvestanverðu, fyrir sunnan Kapernaúm, þar sem Jesús átti heima. Hann hefur trúlega verið á þröngri sléttu, sem líka var nefnd Genesaret.
6.56 torgin: Í Palestínu var á þessum tímum útimarkaður í hverju þorpi, annað hvort á rúmgóðu stræti ellegar torgi. Sjá og „Markaðstorgið„.