4.1 vatnið: Galíleuvatn.Sjá athugagrein við 1.16.
4.1 stíga í bát og sitja þar:Jesús hefur trúlega farið um borð í bátinn af því að mannfjöldinn þrengdi að honum. Það fer betur um þann sem situr í báti heldur en hinn sem stendur, en lærimeistarar í Ísrael sátu reyndar þegar þeir kenndu.
4.2 í dæmisögum:Gríska orðið sem þýtt er með „dæmisaga“ merkir „að leggja eitthvað að líku, jafna einu við eitthvað annað“. Dæmisaga er stutt frásögn, sem flytur ákveðinn boðskap. Í Nýja testamenti eru sögur eða atburðir úr daglega lífinu notaðir í því augnamiði að ljúka upp leyndardómum Guðs ríkis. Sjá og „Sögur (dæmisögur)“.
4.3 Sáðmaður gékk út að sá: Bændur undirbjuggu sáningu með því að brjóta jörðina og tína úr jarðveginum grjótið. Þeir sáðu niður korninu með því að kasta á jörðina hnefafylli í einu. Eftir það var akurinn plægður. Ef svo vildi verkast, fóru stubbar af kornstönglum frá fyrri uppskeru saman við moldina og juku frjómagn hennar. Fuglar tindu upp sum sáðkornin áður en þau huldust mold. Önnur féllu á steina og þornuðu í sólskininu og enn önnur höfnuðu meðal illgresis.
4.10 þeir tólf: Sjá athugagrein við 3.16-19.
4.11 leyndardómur Guðs ríkis: Sjá athugagrein við 1.15.
4.15 Satan: Sjá athugagrein við 1.13.
4.21 ljós…mæliker:Á dögum Jesú tíðkuðust litlir leirlampar sem brenndu ólífuolíu. Kveikur, líkt og á kerti, dró upp olíuna. Í Gamla testamenti er orð Guðs nefnt „lampi fóta minna“ ( Slm 119.105). Væri keri eða öðru álíka hvolft yfir lampann hvarf ljósið eða dó.
4.26 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.15.
4.29 sigðina:Sigð er lík ljá, þ.e. hnífur með löngu, íbognu blaði, hafður til að slá korn og annan jarðargróða.
4.30 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.15.
4.31 mustarðskorni: Því smæsta af öllu smáu var líkt við agnarlítið, svart mustarðskornið. Mustarður, sinnep, var notaður til þess að geyma matvæli og til þess að krydda fæðuna. Í sinnepi var olía, sem notuð var til lyfjagerðar. Mustarðsjurtin er venjulega lágvaxin, en getur þó orðið hærri en meðalmaður. Stofninn verður stundum álíka sver og handleggur á karlmanni. Það eru því engar ýkjur þegar Jesús talar um fuglana sem byggja sér hreiður á greinum mustarðsjurtarinnar.
4.35 yfir um vatnið:Hingað til hefur Markús lýst starfi Jesú í Galíleu og nágrenni (1.14,45; 3.13), einkum meðfram strönd Galíleuvatnsins (1.16; 2.13; 4.1), og þó sérstaklega í Kapernaúm (1.21;2.1;3.20).