16.1 hvíldardagurinn: Hvíldardagshelgin stóð frá sólsetri á föstudegi til sólarlags á laugardegi. Þegar ratljóst var orðið á sunnudagsmorgninum gátu konurnar gengið út að gröfinni til þess að smyrja líkama Jesú ilmsmyrslum.

16.1 María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme: Sjá athugagrein við 16.9 (María Magdalena).

16.1 ilmsmyrsl:Líklega myrra og alóe (Jóh 19.39).

16.5 ungan mann…klæddan hvítri skikkju: Sjá athugagrein við 1.13 (englar).

16.6 Jesú frá Nasaret: Sjá athugagrein við 1.24.

16.6 Hann er upprisinn: Guð reisti Jesú upp frá dauðum. Það nefnum við „upprisuna.“ Sjá „Upprisan“ í orðtakasafni.

16.7 lærisveinum… Pétri…Galíleu: Sjá athugagreinar við 1.16 (Símon), 3.16-19 (postula) og 9.30 (Galílea).

16.9 Maríu Magdalenu: Nafnið gæti bent til þess, að María hafi verið frá Magdölum, þorpi við Galíleuvatnið vestanvert. Í Lúk 8.2 segir frá því, er Jesús læknaði hana. Líklegt er, að hún hafi slegist í för með lærisveinahópnum sem fylgdi Jesú.

Höfundur Markúsarguðspjalls segir að María Magdalena hafi verið ein þriggja kvenna sem urðu vitni að dauða Jesú á krossinum (sjá 15.40-41). Hinar voru María, móðir Jakobs, og Salóme. Ekki er gott að vita, hver hin síðarnefnda María var, þótt margir af fyrstu lesendum guðspjallsins kunni að hafa þekkt til hennar. Jakob gæti verið Jakob Alfeusson (Mrk 3.18; Post 1.13) þótt ógerningur sé að fullyrða um það. Salóme kann að hafa verið eiginkona einhvers af lærisveinum Jesú.

16.9 sjö illa anda: Sjá athugagrein við 3.30. Óvíst er með hverju andarnir íþyngdu Maríu.

16.12 tveimur þeirra: Alls er óvíst hverjir lærisveinanna þetta voru, þótt frásögnin minni óneitanlega á Lúk 24.13-35.

16.14 þeim ellefu: Sjá athugagrein við 3.16-19. Júdas Ísakríot er horfinn úr hópnum. Annars staðar í Nýja testamenti segir frá því, að Júdas hafi stytt fyrir sér eftir að Jesús var tekinn höndum (Matt 27.3-10; Post 1.16-20).

16.16 mun hólpinn verða: Sjá 10.17 og Jóh 3.16. Sjá og athugagrein við 13.13 og „Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)“ á bls. 1923.

16.17 reka út illa anda, tala nýjum tungum: Sjá athugagreinar við 3.30 og 9.38 (illa anda). Það er ein af náðargáfum Heilags anda, að menn taka að tala tungumál, sem þeir hafa ekki lært eða kunnað áður (Post 2.4; 4.8; 1Kor 12.10).

16.18 Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir:Oft snart Jesús þá sem hann læknaði. Í frumkirkjunni voru sjúklingar smurðir með olíu um leið og beðið var fyrir þeim (Jak 5.14).

16.19 hægri handar: Sjá athugagrein við 10.37.