9.1 þá tólf: Sjá athugagrein við 6.13.

9.5 hristið dustið af fótum ykkar: Þannig létu menn í ljósi vanþóknun. Sjá Post 13.51.

9.7 Heródes fjórðungsstjóri: Heródes Antípas, sonur Heródesar mikla (sjá athugagrein við 3.1). Starfsheitið vísar til þess, að Heródes réði einum fjórða hluta skattlandsins. Jesús kallaði Heródes ref (13.32) af því að hann taldi hann lævísan og hættulegan.

9.8 Elía væri kominn: Sjá athugagrein við 1.17. Sjá og Matt 16.14; Mrk 8.28; Lúk 9.19.

9.10 Betsaída: Gyðingaþorp rétt þar austan við sem áin Jórdan rennur í norðanvert Galíleuvatnið. Sjá kort á bls. 2375.

9.11 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

9.13 fimm brauð: Þau hafa verið annað hvort lík lummum eða litlum bollum.

9.17 tólf körfur: Stórmikil helgi var á tölunni 12. Sjá töfluna „Tölur í Biblíunni“.

9.19 Jóhannes skírara, aðrir Elía: Sjá athugagreinar við 1.13. Sjá og Matt 14.1,2; Mrk 6.14,15; Lúk 9.7,8.

9.20 Pétur: Sjá athugagrein við 5.8 (Símon Pétur).

9.20 Krist: Sjá athugagreinar við 2.11 (frelsari…Kristur) og 3.15. Sjá og Jóh 6.68,69.

9.22 Öldungarnir, æðstu prestarnir og fræðimennirnir: Öldungarnir voru fullorðnir auðmenn, bandamenn prestanna. Þessir menn sátu í eins konar heimastjórn og höfðu heimild Rómverja til þess að fara með ákveðin völd í málefnum Gyðinga. Sjá athugagrein við 5.17.

9.22 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

9.24 lífi: Í versum 24 og 25 er grískt orð, sem oft þýðir „sál“ þýtt á íslensku með „lífi“ og „sjálfum sér.“

9.26 föðurins og heilagra engla: Jesús kallaði Guð oft „föður“ (sjá Jóh 15-17). Sjá og athugagrein við 2.13-15 (himneskra hersveita).

9.27 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

9.28 Pétur, Jóhannes og Jakob: Sömu lærisveinarnir og fór með Jesú heim til Jaírusar (8.51).

9.28 upp á fjallið: Ekki er vitað hvaða fjall þetta var.

9.30 Móse og Elía: Móse var með mestu stórmennum í sögu Ísraels. Guð opinberaði honum nafn sitt, „Ég er“ og fól honum að leiða þjóðina út úr þrælahúsinu í Egyptalandi. Geislar stóðu af andliti Móse er hann hafði talað við Drottin á Sínaífjalli (2Mós 34.29,30). Sjá nánar „Móse“. Móse og Elía fengu báðir köllun til þess að kenna Guðs lýð nýja lífsháttu, alveg eins og Jesús síðar.

9.39 andi: Sjá athugagrein við 4.33-35. Drengurinn virðist hafa fengið einhvers konar flogaköst. Sjá greinina „Kraftaverk, töfrar og læknisdómar“.

9.44 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

9.49 illa anda: Sjá athugagrein við 4.33-35.

9.51 Jerúsalem: Jerúsalem var miðstöð helgihalds og guðsdýrkunar Gyðinga. Þótt Rómverjar réðu Jerúsalemsborg á dögum Jesú leyfðu þeir Gyðingum að tilbiðja í musterinu. Jesús fór til Jerúsalem til þess að koma boðskap sínum á framfæri, þótt hann vissi að hann myndi mæta andstöðu trúarleiðtoga landa sinna.

9.52 Samverjaþorp: Ekki er vitað hvar þetta þorp var. Samaría hét héraðið fyrir norðan Jerúsalem. Gyðingar og Samverjar litu hvorir aðra hornauga. Samverjar höfðu sitt eigið musteri á Garísímfjalli, og eigin presta. Þeir höfðu líka sína sérstöku útgáfu af lögmáli Móse. Sjá Lúk 10.25-37 og 17.11-19, en þar er greint frá tveimur öðrum Samverjum.

9.54 Jakob og Jóhannes: Sjá athugagrein við 5.10. Sjá og 1Kon 18.16-39; 2Kon 1.9-16.

9.58 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

9.60 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.