14.1-3 farísea…lögvitringana: Sjá athugagrein við 5.17.
14.3 lækna á hvíldardegi: Sjá athugagreinar við 4.16 (hvíldardegi) og 6.9.
14.8 brúðkaups: Oft var mikið við haft, þegar brúðkaup voru haldin og þau gátu staðið í heila viku. En áður en til þess kom trúlofuðust pilturinn og stúlkan (hétu hvort öðru eiginorði) og opinberuðu trúlofun sína með góðum fagnaði. Brúðhjónin tilvonandi gerðu líka með sér skriflegan samning sem nefndist tena‘im.Á skjalinu var kveðið á um stað og tíma giftingarinnar og þess einnig getið hversu íburðarmikil brúðkaupsveislan skyldi vera. Sjálf var hjónavígslan mjög hátíðleg athöfn. Brúður og brúðgumi klæddust sínu fínasta pússi. Farið var í skrúðgöngu frá heimili brúðarinnar til húss brúðgumans og allir bæjarbúar tóku þátt í hljóðfæraslætti, dans og ljóðlestri.
14.14 í upprisu réttlátra: Hér ræðir Jesús um þann feginsdag í framtíð, þegar Guð kallar hina trúu frá dauða til lífs í eilífu ríki sínu (Dan 12.2; Jóh 5.28,29; 1Þess 4.16; Opb 20.11-15). Sjá og „Upprisa“.
14.15 situr til borðs í Guðs ríki: Sjá athugagrein við 13.29.
14.19 tvenndir akneyta: Uxar voru oft hafðir tveir saman undir oki. Sjá og athugagrein við 13.15.
14.27 kross: Krossinn var tákn þjáningar og dauða. Rómverjar tóku af lífi brotlega og upphlaupsmenn með því að festa þá upp á kross. Á krossinum fór dauðinn á menn hægt og hægt og fylgdi mikill sársauki; oft köfnuðu þeir. Sjá og Matt 10.38; 16.24; Mrk 8.34; Lúk 9.23. Sjá og „Krossfesting“.
14.34 Saltið: Salt var þá sem nú notað til þess að geyma matvæli og bragðbæta, einkum kjöt og fisk.