12.1 páska: sjá athugagrein við 2.13.
12.1,2 Betaníu…Lasarus…Marta: Sjá athugagreinar við 11.1,2.
12.3 dýrum nardussmyrslum: Þau voru búin til úr ilmolíu sem fékkst af rótum nardusjurtarinnar. Hún var innflutt til Palestínu frá Indlandi. Smyrslin voru seld dýrum dómum á flöskum úr alabastri og varð að brjóta þær ef taka átti til innihaldsins.
12.4 Júdas Ískaríot: Júdas var féhirðirinn í postulahópnum. Hann varðveitti því sameiginlegan sjóð Jesú og hinna tólf. Sjá og athugagrein við 6.70,71.
12.5 þrjú hundruð denara: Denar var silfurmynt, um það bil 8 grömm að þyngd, og jafngilti daglaunum verkamanns. Smyrslin hafa því kostað fast að árslaunum.
12.7 til greftrunardags míns: Jesús lítur svo á, að María sé óafvitandi og fyrirfram að búa líkama hans til greftrunar. Sjá og „Greftrun“.
12.10 ákváðu…prestarnir að taka…Lasarus af lífi: Sjá athugagrein við 7.32 (æðstu prestar). Lasarus var óhrekjandi sönnun fyrir mætti Jesú (12.11).
12.12 til hátíðarinnar…Jerúsalem: Sjá athugagreinar við 2.13 (páskar) og 2.23 (Jerúsalem).
12.13 pálmagreinar: Menn báru gjarnan pálmagreinar sem gleðitákn, þegar þeir fögnuðu frægðarmennum eða þjóðhöfðingjum.
12.13 Hósanna: Hebreska, merkir „bjarga þú.“
12.15 ösnufola: Sjá Sak 9.9, þar sem því er spáð að konungur Ísraels muni vitja þjóðar sinnar ríðandi á asna. Rómverskir virðingarmenn sátu stórvaxna hesta, rígvæna stólpagripi, þegar þeir riðu inn í borgir í skrúðfylkingu.
12.16 Jesús var dýrlegur orðinn: Sjá athugagrein við 7.39 (dýrlegur orðinn).
12.16 var ritað: Átt er við helgirit Gyðinga, sem kristnir nefna Gamla testamenti.
12.19 farísear: Sjá athugagrein við 1.24.
12.20 nokkrir Grikkir: Ef til vill hafa þetta verið Grikkir, sem Gyðingar kölluðu heiðingja, en hafa þó tekið þátt í guðsdýrkun þeirra. Sjá athugagrein við 7.35.
12.21,22 Filippusar…Andrési: Sjá athugagreinar við 1.45 (Filippus) og 1.40 (Andrés).
12.23 dýrð Mannssonarins verði opinber: Sjá athugagreinar við 1.51 og 7.39.
12.25 eilífs lífs: Sjá athugagrein við 3.15.
12.27 ég er kominn til þess að mæta þessari stundu: Jesús veit að það er samkvæmt fyrirætlun Guðs að hann mun deyja á krossinum. Með dauða sínum gerir hann Guð föður dýrlegan á jörðu og fullkomnar það verk sem honum var fengið að vinna (Jóh 17.4).
12.28,29 rödd af himni…þruma: Röddin er Guðs, en sumir telja sig hafa heyrt í þrumu, aðrir í engli. Raust Guðs hljómar oft sem þrumugnýr (2Mós 19.6; Slm 29; 1Sam 7.9,10; Opb 14.2).
12.31 höfðingja þessa heims: Eitt af nöfnum djöfulsins í Jóhannesarguðspjalli, sem stundum er líka kallaður Satan; hann er foringi þeirra illu afla í þessum heimi sem standa í gegn Guði og lýð hans (8.44; 14.30 og 16.11). Fólkið á jörðinni og þá annarlegu krafta sem leitast við að stjórna því kallar Jóhannes stundum „heiminn.“ (Sjá athugagrein við 8.23).
12.32 hafinn upp frá jörðu: Jesús á við krossdauða sinn (12.33) og upprisu.
12.34 Kristur muni verða til eilífðar: Þessi orð er hvergi að finna í helgiritum Gyðinga, en vera má að mannfjöldinn vísi hér til fyrirheitisins um að ætt Davíðs konungs muni ríkja um alla framtíð (2Sam 5; Slm 89.36; Jes 9.7). Sjá athugagrein við 1.19-20 (Messías). Væri Jesús Messías, var það ofvaxið skilningi fólksins, að hann, Mannssonurinn, þyrfti að verða „hafinn upp,“ sem hér merkir að vera líflátinn á krossi.
12.35 ljósið: Sjá athugagrein við 3.19.
12.37 tákn: Sjá neðanmálsgrein við 2.11.
12.42 vegna faríseanna svo að þeir yrðu ekki samkundurækir: Farísearnir (sjá athugagrein við 1.24) réðu mörgum samkunduhúsum Gyðinga. Sumir fyrirmenn þeirra höfðu tekið trú á Jesú, en vildu ekki að það yrði gert opinbert af ótta við að verða gerðir samkundurækir. Sjá athugagreinar við 9.22-23 (út undan) og 9.34 (ráku hann út).
12.44 Sá sem trúir á mig: Jesús segir, að hver sem trúi á hann trúi á Guð. Sjá „Trú“.
12.46 ljós…myrkri: Sjá athugagrein við 3.19 og umfjöllun á bls. 1944.
12.48 dómari hans á efsta degi: Sjá athugagrein við 6.39.
12.50 eilíft líf: Sjá athugagrein við 3.15.