4.1 til hvíldar hans: Þegar Ísraelsmenn flýðu frá Egyptalandi var ferðinni heitið til Kanaanslands. Þar vonuðust þeir til að fá að búa við frelsi, frið og farsæld. En þeir, sem óhlýðnuðust Drottni á eyðimerkurgöngunni, fengu ekki að fara inn í fyrirheitna landið (sjá athugagrein við 3.16). Guð hefur búið þeim, sem trúa á Krist, stað á himnum þar sem þeir munu fá að hvílast frá erfiði sínu og vera heima hjá Drottni að eilífu. Sjá og „Eilíft líf„.
4.7 Davíðs: Davíð sat á valdastóli um 1000 árum fyrir Krists burð og var af mörgum talinn mestur konunga Ísraelsmanna.
4.8 Jósúa: Áður en Móse andaðist var Jósúa kjörinn eftirmaður hans og kom það hans hlut að leiða Ísraelsmenn inn í Kanaansland (5Mós 31.1-8). Þeir tóku megnið af landinu til eignar og lifðu stundum friðartíma (Jós 21.44), þótt „hvíldin“ biði betri tíma.
4.9,10 sabbatshvíld: Höfundur líkir „hvíld Guðs“ við hvíldardag Gyðinga (sabbatinn). Sjá „Dagatal Gyðinga og hátíðar þeirra“. Orðið „sabbat“ þýðir „hvíld“ eða „hlé frá störfum“ og bar hverjum manni að halda hvíldardaginn heilagan (2Mós 20.8-11; 5Mós 5.12-15).
4.11 til þessarar hvíldar: Sjá athugagrein við 4.1. Höfundur minnir á, að þeir sem sem hafna Drottni og trúa ekki á Krist, muni ekki fá að ganga inn til hvíldar Guðs.
4.12 tvíeggjuðu sverði: Hið kröftuga orð Guðs getur verið dómsorð, sem smýgur líkt og hárbeitt sverð inn í sálarfylgsni manna, greinir að gott og illt, og dæmir hugsanir, orð og gerðir. Fyrir guðsorðinu verða engir hlutir faldir.
4.12 hjartans: Til forna var álitið, að hugsanir manna, vilji þeirra og tilfinningar byggju í hjartanu.
Við höfum mikinn æðsta prest, Jesú Guðs son.
Guð setti Jesú Krist til að vera hinn mikla æðsta prest. Hann lærði að hlýða með því að þjást og gefur öllum sem honum fylgja eilíft hjálpræði.
4.14 æðsta prest…Jesú Guðs son: Sjá athugagrein við 2.17 og „Guðs sonur„. Sjá og Jóh 17.1-5; Post 1.6-11; Ef 1.19-22.
4.15 án syndar: Sjá athugagrein við 1.3 (hreinsaði okkur að syndum okkar). Sjá og Lúk 4.1-13.