6.1 Ef einhver er staðinn að misgjörð: Synd er sérhvert brot gegn vilja Guðs. Sjá „Synd„.

6.2 lögmál Krists: Lögmál Krists er að við mennirnir elskum hver annan á sama hátt og Kristur hefur elskað okkur (Jóh 13.34; 1Kor 9.21; 1Jóh 2.7-11; 4.10-12). Lærisveinar Krists elska af því að Guð hefur tekið þá í sátt án verðskuldunar og elskað þá að fyrra bragði.

6.8 uppskera glötun…uppskera eilíft líf: Í Nýja testamenti ræðir víða um eilíft líf og eilífa glötun (himnaríki og helvíti). Sjá „Eilíft líf“ og „Helvíti„.

6.11 hversu stórum stöfum: Sjá athugagrein við 4.14,15.

6.12 þröngva ykkur til að láta umskerast: Sjá athugagrein við 1.7.

6.14 er ég krossfestur heiminum: „Heimurinn“ er í munni Páls öflin sem standa gegn Guði.

6.17 merki Jesú: Orðið, sem á grísku er haft um „merki“ er einnig haft um „markið“ á þrælum og skepnum. Páll á hér við það, að hann beri á líkama sínum merki um meiðingar þeirra, sem ofsóttu hann vegna trúar hans á Jesú Krist. Í 2Kor 11.23-26 segir hann frá því, að hann hafi margsinnis verið barinn. Hann ber merki þeirra barsmíða.