4.1 á síðustu tímum…villuöndum…illra anda: „Síðustu tímar“ eru endir aldanna, þegar Guð mun dæma heiminn. Víða í Nýja testamenti er gert ráð fyrir, að þá muni villukenningar vaða uppi (2Þess 2.1-12; 2Tím 3.1-9; 2Pét 3.3). Sjá og „Efstu dagar„. Villuandar og illir andar lúta djöflinum, Satan. Sjá og Ef 6.11,12; 2Þess 2.9-12 og athugagrein við 1.20 (Satan).

4.2,3 lygarar…banna hjúskap og bjóða…að halda sér frá…fæðu: Sértrúarhópar ýmsir kröfðust meinlætalifnaðar. Meinlætamenn vildu ekki ganga í hjónaband og neyttu ekki nema einstöku fæðutegunda, ef þeir þá ekki beinlínis föstuðu í lengri og skemmri tíma. Þetta gerðu þeir til þess að sanna, hve mjög þeir elskuðu Guð. Sjá og 1Kor 7; Kól 2.8-18.

4.7 vanheilögum hégiljum: Sjá athugagrein við 1.3,4.

4.8,9 Líkamleg æfing er nytsamleg: Uppruni þessa spakmælis er óþekktur, en það er áþekkt málshættinum í 1Tím 6.6.

4.10 frelsari: Sjá athugagrein við 1.1 (Guðs frelsara vors).

4.13 Ritningunni: Áreiðanlega er hér átt við helgirit Gyðinga (Gamla testamenti). Þótt mörg bréfa Páls, sem síðar skipuðu sinn sess í Nýja testamenti, hafi vafalaust verið í umferð meðal safnaðanna þegar hér var komið, var enn ekki farið að ræða um þau sem „Ritninguna.“

4.14 náðargjöfina sem þér var gefin…spámanna: „Náðargjöfin“ er hæfni Tímóteusar til þess að kenna og prédika fagnaðarerindið. Heilagur andi gefur þessa náðargáfu. Sjá „Gáfur andans„.

„Spámenn“ merkir hér kristna spámenn, sem gegndu mjög mikilvægu hlutverki í frumkirkjunni. Spámennirnir fluttu boð frá Guði.

4.14 með handayfirlagningu: Sjá athugagrein um vígslu í Inngangi að Fyrra Tímóteusarbréfi.