3.1 biskupsstarfi: Biskup er á grísku „epískópos“ sem merkir tilsjónarmaður. Biskupar nefndust æðstu leiðtogarnir í frumkirkjunni.

3.6 djöfullinn: Sjá athugagrein við 1.20 (Satan). Sjá og Ef 2.2; 6.11-13; 1Pét 5.8.

3.8 djáknar: Gríska orðið „díakonos“ er oftast þýtt á íslensku með orðinu „djákni,“ en djáknar voru að líkindum sérstakir þjónar eða aðstoðarmenn í söfnuðunum. Því þurfti að gera til þeirra ríkar kröfur um heilindi og trúmennsku.

3.11 konur: Hér má vera, að annað hvort sé átt við kvendjákna eða að öðrum kosti eiginkonur djákna. Sjá og athugagrein við 2.9.

3.15 söfnuður lifanda Guðs: „Söfnuður“ merkir hér alla lærisveina Jesús Krists, hvar í heimi sem er, en ekki neinn sérstakan söfnuð. Sjá „Kirkja„.

3.16 anda…englum: Heilagur andi er af Guði sendur til þess að kenna lærisveinum Krists, leiðbeina þeim, minna þá á allt það, sem hann sagði, og hjálpa þeim að verða Guði þóknanlegir. Sjá „Heilagur andi„.