Kveðja, lofgjörð, þakkir og fyrirbæn
Páll heilsar lesendum sínum og lofar Guð fyrir það, að við mennirnir skulum eiga endurlausnina og fyrirgefingu afbrota okkar í Jesús Kristi. Það var Jesús, sem færði okkur orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp okkar. Nú biður Páll þess, að Guð, faðir Drottins Jesú Krists, mætti gefa Efesusmönnum anda speki og opinberunar, svo að þeir fái þekkt hann.
1.1 Páll…hinum heilögu…sem á trúa á Jesú Krist: Sjá athugagrein um Pál. Gríska orðið, sem hér er þýtt með „hinir heilögu“ getur líka merkt „heimamenn Guðs.“ Það á við þá, sem fráteknir eru og „heilagur lýður“ Guðs.
1.2 Guði föður vorum: Jesús kallaði Guð föður (sjá t.d. Jóh 14). Páll notar sama heitið í mörgum bréfa sinna (1Kor 1.3; Gal 1.2,3; Fil 1.2; Róm 1.7).
1.3 Drottni: Gríska orðið yfir „drottinn“ er kyriosog getur líka þýtt „meistari“ eða „herra.“ Sjá „Drottinn (notað um Jesú)„.
1.3 andlegri blessun himinsins: Andleg blessun er m.a. fyrirgefning (1.7,8), speki og opinberun (1.17), trú (2.8) og sérstakar gjafir notaðar til þess að þjóna Guði og söfnuðinum (4.11,12). Sjá og 6.10-17. Þegar Páll skrifar, að Kristur sé á himnum, merkir það að Kristur ríki yfir alheimi og sé alls staðar nálægur (1.20; 2.6; 4.10).
1.4 Áður en grunnur heimsins var lagður útvaldi hann oss í Kristi: Páll segir hér, að Kristur sé Orðið sem var í upphafi hjá Guði og allt hafi orðið til fyrir hann (Jóh 1.1-3). Allt frá öndverðu útvaldi Guð okkur í Kristi til þess að vera heimamenn sína.
1.6 í sínum elskaða syni: Í Jesú Kristi. Í helgiritum Gyðinga (Gamla testamenti) var „sonur“ konungstitill, notaður um Davíð (2Sam 7.14) og ónefndan konung Ísraels (Slm 2.7). Síðar tóku spámennirnir að kalla hina trúföstu í landinu syni Guðs og dætur (Jes 43.6; Hós 1.10). Sjá og „Guðs sonur„.
1.7-8 Í honum, fyrir hans blóð, eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra: Á grísku„apólytrósis día tou haímatos autou“, þ.e. endurlausnina fyrir blóð hans. Í Róm 4.25 segir Páll: „Guð bendir á blóð hans sem sáttarfórn þeim sem trúa.“ (Sjá og 1Kor 1.30 og Heb 9.15.) Synd er sérhvert brot gegn vilja Guðs. En Guð fyrirgefur iðrandi syndara sem biður fyrirgefningar, minnist ekki framar misgjörða hans. Jesús gaf líf sitt til lausnargjalds fyrir alla (Matt 20.28).
1.9 hann hefur birt oss leyndardóm vilja síns: Gríska orðið yfir „leyndardómur“ er mysterion, leyndarmál. Helgiathafnir, sem voru algert launmál, voru viðhafðar í mörgum heiðnum sið (launhelgum) þegar menn gengu menn í söfnuðinn. Um fagnaðarerindið gegnir öðru máli. Það er ekki ætlað fáum útvöldum, heldum öllum mönnum án undantekningar.
1.13 fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar: Fagnaðarerindið er bæði boðskapurinn umJesú og sá boðskapur um Guðs ríki, sem Jesús flytur. Orðið „sáluhjálp“ merkir það sem Guð hefur gert og gerir enn til þess að leysa mennina undan valdi syndarinnar og öllum illum öflum. Sjá og „Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)„.
1.13 heilags anda: Sjá „Heilagur andi„.
1.18 upplýsa sjón hjartans: Víða í Biblíunni táknar ljósið Guð eða Guðs orð (1Jóh 1.5; Slm 119.105), en auk þess menn og málefni sem birta sannleika Guðs (Jes 49.6). Lærisveinar Jesú eru líka kallaðir „börn ljóssins“ (5.8).
1.20 til hægri handar: Sæti hins valdamikla og virta, konungi á hægri hönd.
1.22,23 kirkjunni…líkami hans: Þar sem Kristur er „höfuðið yfir öllu“ er hann einnig höfuð kirkjunnar, sem nefnd er líkami Krists (Róm 12.5; 1Kor 12.27; Kól 1.17,18). Sjá „Kirkjan„.