Vakið, því að endurkomu Drottins er ekki langt að bíða.

Í síðasta kafla Fyrra Pétursbréfs ræðir um endurkomu Krists. Drottinn hefur látið hana dragast á langinn í því skyni að gefa mönnum tíma til þess að iðrast og snúa baki við syndinni (3.9). Hinir kristnu eiga ekki að láta það angra sig, þótt einhverjir dragi dár að þeim fyrir það, að endurkoman skuli ekki enn hafa orðið. Þegar Jesús kemur aftur færir hann nýjan himin og nýja jörð (3.13).

3.1 annað bréfið: Fyrra almenna bréfi Péturs, sem svo er nefnt, hafði þegar verið dreift meðal safnaðanna. Sjá innganginn að Fyrra Pétursbréfi.

3.2 spámenn…postular: Sjá athugagrein við 1.19-21. „Postular“ voru þeir tólf lærisveinar Jesú, sem hann valdi til þess að breiða fagnaðarerindið út meðal þjóðanna. Með „boðorði Drottins vors og frelsara“ er trúlega vísað til 2.21 (sjá athugagrein þar).

3.2 Drottins vors og frelsara: Sjá athugagreinar við 1.1 (Guð vor og frelsari Jesús Kristur) og 1.8 (Drottni vorum Jesú Kristi).

3.3 á síðustu dögum: Sjá athugagrein við 1.16. Sjá og Júd 18; 2Tím 3.1-8.

3.4 síðan feðurnir sofnuðu: Hér kann að vera átt við postulana, hina fyrstu leiðtoga safnaðanna. Páll postuli var þeirrar skoðunar, að Drottinn kæmi aftur innan skamms, og vænti þess jafnvel að fá sjálfur að lifa þann dag (Fil 4.5; 1Þess 4.13-18).

Falskennendur hafa sýnilega dregið í efa, að Drottinn kæmi aftur, og bent á það, máli sínu stuðnings, að nú væru frumherjarnir látnir og enn drægist endurkoman á langinn. Drottinn Guð hefði ekki afskipti af lífi manna og mundi Jesús því ekki snúa aftur til jarðarinnar.

3.7 eyða með eldi…verða dæmdir: Sjá athugagreinar við 1.16 (komu Drottins vors Jesú Krists) og 2.4 (englunum).

3.9 Ekki er Drottinn seinn á sér: Sjá athugagrein við 3.4 (síðan feðurnir sofnuðu). Sjá og Jl 2.12-14; Jón 3.7-9; 4.2; Róm 2.4).

3.10 degi Guðs…himnarnir leysast sundur í eldi:Sjá athugagrein við 1.16. Sjá og Jes 66.15-18; Sef 1.18; Mal 4.1; 1Kor 3.12,13; og „Eldur„.

3.10 verk, sem á henni eru, upp brenna: Í sumum handritum: „mun koma í ljós, hver þau eru.“

3.12 flýta fyrir að hann komi: Eða „þið ættuð að þrá mjög komu þess dags.“

3.13 nýs himins og nýrrar jarðar: Þessa hugmynd er og að finna í Jes 65: 17; 66.22; og í Opb 21.1.

3.15,16 Páll…í öllum bréfum sínum…ritningar: Samkvæmt orðræðu höfundar Síðara Pétursbréfs eru bréf Páls postula orðin hluti af helgiritasafni kirkjunnar. Þar sem ár og dagur hefur liðið uns þannig var farið að líta á Pálsbréfin, má álykta að Síðara Pétursbréf sé skrifað seint á fyrstu öldinni eftir Krists burð.

Þeir, sem sagðir eru hafa „rangtúlkað“ orð Páls, kunna að hafa notað kenningu hans um frelsið undan lögmálinu (Róm 3.27-31; Gal 5.1) til þess að réttlæta það, að þeir hegðuðu sér í öllum hlutum eins og þeim sjálfum sýndist (sjá athugagrein við 2.19). Eins má vera, að þeir hafi sagt Pál hafa rangt fyrir sér í því, sem hann kenndi um endurkomu Drottins (Róm 13.11,2; Fil 4.5; 1Þess 4.15; og sjá ennfremur athugagrein við 3.4).

3.18 Amen: Vantar í sum handrit.