9.1 fyrri sáttmálinn: Lögmál Móse (sjá athugagrein við 8.6).
9.2-4 Tjaldbúð…sáttmálsörkin: Tjaldbúðinni og helgigripum hennar er lýst í 2Mós 25-27 og 36.8-38.31. Sjá “Samfundatjaldið“.
9.4 gullkerið með manna í: Sjá athugagrein við 2.4 (táknum og undrum); sjá og 2Mós 16.33.
9.6,7 Prestarnir…æðsti presturinn: Prestar báru fram fórnir, gættu þess að logaði á ljósastikunni og sáu um að endurnýja skoðunarbrauðin. Sjá athugagrein við 2.17. Æðsti presturinn gékk með fórnarblóðið inn í hið allrahelgasta einu sinni á ári, á friðþægingardaginn (3Mós 16.2-34).
9.8 heilagur andi: Sjá athugagrein við 2.4 (heilags anda).
9.10 ytri fyrirmæli: Samkvæmt lögmáli Móse margt, sem taldist ýmist hreint eða óhreint. Fólk gat orðið óhreint af ákveðnum sjúkdómum, þegar það snerti lík, eða ef það átu vissa fæðu, eins og tilaðmynda svínakjöt eða sérstakar fisktegundir. Kveðið var á um það í lögmálinu, hvað fólk ætti að sniðganga til þess að verða ekki óhreint (sjá einkum 3Mós 11-18). Lika voru í lögmálinu fyrirmæli og leiðbeiningar um það, hvernig menn gætu orðið hreinir á nýjaleik með því að halda kyrru fyrir um hríð, en þvo sér síðan og færa hina réttu fórn.
9.11 sem komin eru: Í sumum handritum “hinna komandi gæða.”
9.12 í eitt skipti fyrir öll…aflaði eilífrar lausnar:Höfundur Hebreabréfsins nefnir oftar en einu sinni fórnina, sem Kristur færði og hreinsaði með því mennina af syndum þeirra. Sjá og 1.3;2.17; 9.25,26.
9.13 menn, er óhreinir hafa gerst: Lögmál Móse hafði að geyma upptalningar á ýmsu, sem talið var óhreint og óhreinkaði þá, sem þess neyttu og þó ekki væri nema snertu það (2Mós 11-5; 16.15,16; 17.10-18.30). Sjá og “Hreinsanir (hreint og óhreint)“. Sjá og 4Mós 19.9,17-19.
9.14 í krafti eilífs anda borið sjálfan sig fram fyrir Guð sem lýtalausa fórn: Jesús gékk inn í “hina stærri og fullkomnari fjaldbúð, sem ekki er með höndum gerð” (þ.e. í himininn inn) og bar sjálfan sig fram fyrir Guð sem lýtalausa fórn. Þetta gerði hann “í krafti eilífs anda” og hreinsaði með því samvisku manna af dauðum verkum, svo að þeir geta nú þjónað lifanda Guði. Þetta er hinn nýi sáttmáli, sem lýsir hinn fyrr úreltan.
9.14 okkar: Í sumum handritum “ykkar.”
9.15 nýs sáttmála...fyrri sáttmálanum: Sjá athugagreinar við 7.22 og 8.6.
9.18 án blóðs: Eða “án dauða.”
9.18-22 blóð: Á tímum Biblíunnar var lífskrafturinn haldinn vera í blóðinu og var það því talið heilagt. Sjá 2Mós 24.4-8.
9.19 blóð kálfanna og hafranna: “Og hafranna” vantar í sum handrit.
9.23,24 eftirmyndir þeirra hluta sem á himnum eru: Sjá athugagrein 8.5. Fórnirnar, sem lýst er í 9.18-22 voru prestleg háttsemi, sem minnti lýðinn á samfélagið við Guð. Í þeirra stað kemur nú fórnin, sem Kristur færði og afmáði með henni syndina.
9.25 hann….eins og æðsti presturinn: Sjá athugagreinar við 2.17 og 7.22. Fórn Krists var algild og fullkomin og þess vegna færð í eitt skipti fyrir öll.
9.27 fá sinn dóm: Sjá athugagrein við 10.27.
9.28 aftur mun hann birtast: Víða í Nýja testamenti er staðhæft, að Jesús muni koma aftur (Fil. 1.10; 2.16; 3.20,21; 1Þess 4.13-18). Þeir, sem á hann trúa, mega horfa vonglaðir fram til þess dags, því að þeir munu frelsaðir verða (1Þess 5.1-11). Sjá og “Endurkoman“.