3.1 á síðustu dögum: „Síðustu dagar“ eru endir aldanna, þegar Guð mun dæma heiminn. Víða í Nýja testamenti er gert ráð fyrir, að þá muni villukenningar vaða uppi (2Þess 2.1-12; 2Tím 3.1-9; 2Pét 3.3). Sjá og „Efstu dagar„.
3.6 mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar: Villukennendur beittu þeirri lævíslegu aðferð að koma sér inn undir hjá kvenfólki til þess að ná síðan tökum á fjölskyldum þeirra.
3.8 Jannes og Jambres: Nöfn þessara manna eru ekki nefnd í Gamla testamenti. En forn sögn var að egypsku töframennirnir tveir, sem settu sig upp á móti Móse, hefðu heitað þetta. Sjá 2Mós 7.11,22.
3.11 ofsóknum og þjáningum…í Antíokkíu, Íkóníum og Lýstru: Páli og Barnabasi gékk vel að prédika fagnaðarerindið í Antíokkíu í Písidíu (Post 13.14-52). Sjá nánar um Íkóníum og Lýstru í Post 14.1-20.
3.15,16 heilagar ritningar…innblásin af Guði: Helgirit Gyðinga (Gamla testamenti). Rit Nýja testamentis voru orðin til mörg hver, en þau hafa verið torfengin og þeim hafði ekki enn verið safnað saman.