6.1 grískumælandi…hebreskir: Þegar Alexander mikli (356-323 f. Kr.) lagði undir sig Austurlönd nær, tóku grísk tunga og menning að breiðast út í veröld fornaldar. Gríska varð alheimsmál. Skólagengið fólk skildi hana og talaði eins og móðurmálið. Íbúar Palestínu og Sýrlands ólust upp við arameísku, sem var náskyld hebresku og hana töluðu flestir Gyðingar sín á milli.
6.2 þjóna fyrir borðum: Þeim var annað hvort ætlað að úthluta ekkjunum matföngum eða sjá um fjármál lærisveinahópsins, þar eð „borð“ á grísku getur líka þýtt „banki.“
6.3 sjö…menn: Gríska orðið sem haft er um hlutverk þessara manna er hið sama og oft er þýtt með „djákni.“
6.3 fullir…anda og visku: Sjá athugagrein við 4.8.
6.5 Stefán…Nikolás: Af þessum mönnum eru einungis Stefán og Filippus nefndir aftur. Allir heita þeir grískum nöfnum. Ef til vill völdu postularnir Grikki af því að grískumælandi fólk hafði kvartað (6.1). Nikolás var trúskiptingur, þ.e. heiðingi, sem tekið hafði gyðingatrú.
6.5 Antíokkíu: Grísk borg á Sýrlandi. Hún gegndi þýðingarmiklu hlutverki, þegar frumkristni tók að breiðast út til heiðingjanna (11.19-30).
6.6 lögðu hendur yfir þá: Sjá athugagrein við 8.17.
6.7 fjöldi presta: Þetta er athyglisvert af því að fyrirmenn voru yfirleitt andvígir lærisveinum Jesú. Sjá athugagrein við 4.1.
6.9 Leysingjasamkundu: Leysingjar voru Gyðingar, sem losnað höfðu úr þrældómi.
6.9 Kýrene og Alexandríu…Kilikíu og Asíu: Sál (Páll) fæddist í Tarsus, sem var mikils háttar borg í Kilikíu.
6.12 fræðimennina: Sjá athugagrein við 4.5 (höfðingjarnir).
6.13 heilaga stað og lögmálinu: Átt er við musterið í Jerúsalem (sjá athugagrein við 3.1). Sjá og athugagreinar við 6.12 (fræðimennina); 4.1 (prestarnir…saddúkearnir) og 5.34 (farísearnir).