3.1 til síðdegisbæna: Gyðingar báðust daglega fyrir í heimahúsum (Dan 6.10). Við sérstök tækifæri báðust þeir fyrir í musterinu.

3.1 Pétur og Jóhannes: Sjá athugagrein við 2.14. Jóhannes og bróðir hans Jakob voru báðir fiskimenn eins og Pétur. Allir voru þeir lærisveinar Jesú (Lúk 5.11; 6.14). Sjá og Mrk 3.17; Lúk 9.54.

3.1 helgidóminn: Musteri Heródesar mikla, sem hann hóf að reisa árið 20 f. Kr. Postularnir voru Gyðingar. Þeir gengu því upp í musterið að biðjast fyrir.

3.2 Fögrudyr: Gæti verið Nikanor-hliðið (Níkanor var einn hinna sjö, sem valdir voru af lærisveinunum til þess að þjóna fyrir borðum, fullir anda og visku (Post 6.1-6). Sjúklingar, sem álitnir voru óhreinir, máttu ekki koma í musterið. En þeim var leyft að sitja við hliðin og beiðast ölmusu.

3.6 Jesú Krists frá Nasaret: Margir stunduðu lækningar í nafni ýmissa guða. Pétur vildi, að enginn færi í grafgötur um það, í hvers nafni hann læknaði.

3.11 súlnagöngin, sem kennd eru við Salómon: Almennur samkomustaður með súlnagöngum undir austurvegg mustersins, nefndur eftir Salómon konungi, er fyrstur reisti musteri í Jerúsalem.

3.13 Guð forfeðra vorra: Pétur á hér við Drottin, Guð Ísraels, sem gjörði sáttmála við Abraham ættföður og afkvæmi hans.

3.13 Pílatusi: Sjá Lúk 23.1-4, 13-25 og „Pontíus Pílatus“.

3.14 manndrápari: Pétur á hér við Barrabas. Sjá Matt 27.15-26; Mrk 15.6-15; Lúk 23.13-23.

3.18 spámennina boða, að Kristur hans skyldi líða:Sjá Jes 53.7-8; Lúk 9.22,44; 18.31-33.

3.19 snúið ykkur til Guðs svo að hann afmáli syndir ykkar: Sjá athugagrein við 2.38.

3.20 Krist: Kristur á grísku er sama orðið og Messías á hebresku og þýðir „hinn smurði“ (útvaldi). Sjá og athugagrein við 2.36.

3.21 í himninum: Sjá athugagrein við 1.2 (upp numinn).

3.24 Samúel og þeir sem á eftir komu: Frá Samúel spámanni segir í 1Sam 1-12; 19.18-24; 25.1. Hann var dómari í Ísrael (leiðtogi þjóðarinnar), þótt Pétur kalli hann hér spámann. Samúel smurði til konungs þá Sál og Davíð báða, en þeir voru fyrstu konungar Ísraels (sjá athugagrein við 2.36).

3.26 vondri breytni: Sjá athugagrein við 2.38 (öðlist fyrirgefningu syndanna).