28.1 Malta: Skipið hafði ýmist siglt eða hrakist nær 965 kílómetra leið síðan það lagði úr höfn í Fönix á Krít. Þegar Rómverjar lögðu fyrst undir sig Möltu, laut eyjan landstjóranum á Sikley, sem er um 93 km. norður af Möltu. Síðar fékk Malta eigin landstjóra.
28.1 helstu mönnum Gyðinga: Líklega er átt við yfirmenn einhverra af samkunduhúsunum
28.4 refsinornin: Hugsanlega er átt við grísku réttlætisgyðjuna Díke, sem var dóttir Seifs og Þemisar.
28.7 Públíus: Públíus hefur verið fornafn hans. Gríska orðiðprótosþýðir „æðsti yfirmaður, leiðtogi.“
28.8 faðir Públíusar lá sjúkur: Það sem hrjáði föður Públíusar var hár hiti og blóðkreppusótt.
28.11 Að liðnum þrem mánuðum: Sjá athugagrein við 27.9.
28.11 Alexandríu: Sjá athugagrein við 27.6.
28.11 Tvíburanna: Þessi goð voru þeir Kastor og Pollux, verndarar sjófarenda.
28.11 bar merki Tvíburanna: Eða „sem hét Tvíburarnir.“
28.13 Regíum…Púteólí: Regíum var á syðsta odda Ítalíu. Púteólí var um 120 km. suður af Rómaborg, þar mjög nærri sem nú er borgin Napólí. Púteólí var hafnarborg Rómar, þótt ekki væri sjávargatan skömm.
28.14 Rómar: Róm, höfuðborg rómverska heimsveldisins, var reist á hæðum meðfram Tíberfljóti. Þar höfðu búið Gyðingar allt frá annarri öld f. Kr., en þeir urðu ekki áberandi minnihluti fyrr en á fyrstu öldinni fyrir Krists burð. Á dögum Páls postula voru í borginni ekki færri en 13 samkunduhús Gyðinga (sýnagógur) og fjöldi hofa og helgiskrína sem vígð voru rómverskum guðum. Ekki er vitað hverjir boðuðu fyrst fagnaðarerindið um Jesú í Róm, en talið er að þar hafi dálítill hópur kristinna manna komið saman um miðbik 5. áratugar fyrstu aldarinnar. Sjá nánar innganginn að Rómverjabréfinu.
28.15 Kristnir menn: Orðrétt: Bæðurnir.
28.15 Appíusartorgs og Þríbúða: Appíusartorg var skiptastöð við síki sem teygði sig 32 km. lengra í suður. Þríbúðir var áningarstaður á fjölförnum krossgötum Appíusarvegarins um það bil 48 km. fyrir sunnan Róm.
28.19 Post 25.11
28.21 Júdeu: Jerúsalem, miðstöð guðsdýrkunar Gyðinga, var í Júdeu. Umfangsmikil vegagerð Rómverja og siglingar, sem stórlega hafði vaxið fiskur um hrygg, stuðluðu að auknum samgöngum innan rómverka heimsveldisins.
28.22 flokk þennan: Átt er við söfnuð Jesú frá Nasaret.
28.23 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.3 (Guðs ríki).
28.23 lögmáli Móse og spámönnunum: Sjá athugagrein við 10.43.
28.25 heilagur andi: Sjá um Heilagan anda.
28.28-29 heiðingjunum: Sjá athugagrein við 10.45 (heiðingjunum).
28.31 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.3 (Guðs ríki).