25.1 frá Sesareu upp til Jerúsalem: Sjá athugagreinar við 8.40 (Sesarea) og 20.22 (Jerúsalem).

25.2 Æðstu prestarnir og fyrirmenn Gyðinga: Sjá athugagreinar við 4.1; 4.5 og 22.30.

25.11 Ég skýt máli mínu til keisarans: Í þennan tíma var Neró keisari í Róm (sjá athugagrein við 27.24). Páll var rómverskur borgari og átti því rétt á að keisarinn eða fulltrúi keisarans fjallaði um mál hans. Keisarinn jafngilti hæstarétti.

25.12 ráðunauta: Rómverski landstjórinn hafði sér til ráðuneytis hóp Gyðinga, sérfróðan um lögmálið.

25.13 Agrippa konungur og Berníke: Agrippa konungur II., sonur Heródesar Agrippu I. (Sjá athugagrein við 12.1). Hann var 17 ára, þegar faðir hans tók andvörpin 44 e. Kr. Þegar hann þótti hafa aldur til, fól Kládíus keisari honum yfirráð svæða fyrir norðan og austan Galíleuvatn og hluta af Pereu. Agrippa II. stóð með Rómverjum þegar Gyðingar risu gegn þeim árið 66 e. Kr.,

Berníke var systir Agrippu II. Hún var aðeins 13 ára þegar hún giftist föðurbróður sínum Heródesi af Kalkís. Eftir lát hans fór hún til bróður síns. Þótt hún gengi síðar að eiga Polomon af Kilikíu, hélt hún áfram að fremja blóðskömm með Agrippu II., bróður sínum.

25.14 Felix: Sjá athugagrein við 23.24.

25.23 hersveitarforingjum og æðstu mönnum: Margar rómverskar hersveitir höfðu aðsetur í Sesareu. Foringjar þeirra sóttu þingið (sjá og athugagrein við 21.31). Með „æðstu mönnum“ er átt við áhrifamenn Gyðinga og rómversk yfirvöld.