21.1 létum við í haf: Sjá athugagrein við 16.10.
21.1-3 Kós…Fönikíu…Týrus:Frá Kós var dagleið á sjó til Ródos, höfuðstaðar samnefndrar eyju, og jafnlangt að kalla frá Ródos til Patara. Þar steig Páll á skipsfjöl og sigldi yfir Miðjarðarhafið til Fönikíu (sjá athugagrein við 11.19,20). Þar var Týrus ein helsta borgin. Fönikía er hér líka nefnd Sýrland.
21.7,8 Ptólemais……Sesareu: Ptólemais gékk upphaflega undir nafninu Akkó. Á valdatíma Grikkja (sem lauk um 200 f. Kr.) var borgin láta heita í höfuðið á konungaættinni, Ptólemeunum svonefndu. Rómverjar náðu borginni á sitt vald árið 65 f. Kr. Sjá athugagrein við 8.40 (Sesarea).
21.8 Filippusar trúboða: Sjá athugagrein við 6.3 (sjö…menn). Sjá og 6.5; 8.5,26-40.
21.9 gæddar spádómsgáfu: Sjá athugagreinar við 3.24 og 11.28 (Agabus).
21.9 ógiftar: Eða „meyjar.“
21.10 spámaður…Agabus: Sjá 11.28 og athugagrein.
21.10 Júdeu: Sjá athugagreinar við 1.8 og 15.1.
21.11 heiðingjum: Hér á Agabus við yfirvöldin, sem ekki voru gyðingatrúar.
21.16 Mnason: Meira er ekki vitað um Mnason þennan, en hann hefur varla búið giska þröngt fyrst hann gat hýst svo marga gesti.
21.18 Jakobs: Bróður Jesú, sjá athugagrein við 12.17.
21.20 vandlátir um lögmálið: Sjá athugagrein við 15.5 (farísear) og 4.5 (höfðingjarnir…fræðimennirnir).
21.21 umskera börn sín: Sjá athugagrein við 7.8.
21.23 fjórir menn sem heit hvílir á: Hér er átt við heit nasírea (4Mós 6.5,13-21; 8.5). Sjá og athugagrein við 18.18 (skera hár sitt).
21.26 hreinsunardagarnir væru á enda: Hér ræðir um nokkuð af þeim heitum, sem nasírear unnu og drepið er á í 21.23,24.
21.27 Gyðingar frá Asíu: Þeir voru trúlega í Jerúsalem í tilefni af hvítasunnuhátíðinni. Sjá 20.16 og athugagrein við 16.6 (Asía).
21.27,28 helgidóminum…farið með Grikki inn í helgidóminn: Sjá athugagrein við 3.1 (helgidóminn). Lögmál Gyðinga mælti svo fyrir, að heiðingjum (fólki, sem ekki var gyðingatrúar) mætti ekki hleypa inn í musterið sjálft, heldur aðeins í svokallaðan forgarð heiðingjanna.
21.29 Trófímus frá Efesus: Trófímus var heiðingi (Gyðingar notuðu það orð um þá, sem voru annarrar trúar en þeir). Ólíklegt er, að Páll hafi farið með hann inn í musterið, því þá hefði hann stofnað lífi Trófímusar í hættu. Sjá Post 20.4.
21.31 hersveitarforingjanum: Gríska orðið yfir „hersveitarforingi“ erkílíark,þ.e. sá sem ræður fyrir þúsund manna herdeild. Vera má, að þetta sé sami höfuðsmaður og nefndur er með nafni í 23.26 og heitir þá Kládíus Lýsías.
21.34 kastalann: Þetta er Antoníusar-virkið, þaðan sem sá yfir musterissvæðið úr norð-norðvestri. Þrep lágu frá musterisreitnum upp í virkið. Þar innan múra höfðust hermenn við í skálum.
21.38 Egyptinn sem æsti til uppreisnar: Jósefus, söguritari Gyðinga (37-100 e.Kr.), skrifar á einum stað um Egypta sem var falsspámaður. Fáum árum áður en þetta bar til, hafði hann farið fyrir flokki hryðjuverkamanna út til Olíufjallsins. Rómverskir hermann drápu mörg hundruð þeirra, en foringinn komst lífs af.
21.39 Tarsus í Kilikíu: Sjá athugagreinar við 9.11 (Tarsus) og 6.9 (Kilikía).
21.40 á hebreska tungu: Sjá athugagrein við 6.1.