20.1,2 Makedóníu…Grikklands: Sjá athugagrein við 16.9 (Makedónía). “Grikkland” stendur hér vísast fyrir Korintuborg í Akkeu.
20.4 Sópater…Trófímus: Þessir reisubræður Páls geta hafa verið fulltrúar hinna ýmsu safnaða, sendir með fátækrastyrk til móðurkirkjunnar í Jerúsalem. Þrír voru frá Makedóníu, tveir úr Asíu og tveir frá Galatalandi.
Sópater getur verið sami maður og heitir Sósípater í Róm 16.21. Sjá athugagrein við 19.29 (Aristarkus). Sekúndusi bregður hvergi annars staðar fyrir en hér. Gajus frá Derbe í Galatalandi er líklega ekki Gajus í 19.29, enda var sá frá Makedóníu. Sjá athugagrein við 16.1 (Tímóteus). Týkíkus var samverkamaður Páls í Asíu (Ef 6.21-22; Kol 4.7-9; 2Tím 4.12; Tít 3.12). Trófímus er nefndur aftur í Post 21.29 og 2Tím 4.20.
20.5 Tróas: Sjá athugagrein við 16.7,8.
20.6 daga ósýrðu brauðanna: Sjá athugagrein við 12.3 (Hátíð ósýrðu brauðanna).
20.6 Filippí: Sjá athugagrein við 16.11,12.
20.7 Fyrsta dag vikunnar: Sunnudagur var fyrsti dagur vikunnar. Gyðingar segja hvern dag byrja við sólsetur. Því er trúlegt að þessi kvöldmáltíð hafi verið höfð um hönd eftir að sól var gengin til viðar á laugardagskvöldi.
20.7 brjóta brauðið: Sjá athugagrein við 2.42.
20.13 Assus: Þar eð samferðamennirnir þurftu að sigla fyrir skagann um 65 km. leið, getur það staðist að þeir hafi komið til Assus um líkt leyti og Páll, sem hafði kosið að fara þangað fótgangandi frá Tróas.
20.14,15 Mitýlene…Míletus: Mitýlene heitir höfn á suðausturströnd eyjarinnar Lesbos. Kíos er mikil ey úti fyrir Asíuströndum. Páll er á hraðferð og ræður því af að sigla ekki til hafnar í Efesus (sjá athugagrein við 16.6). Þess í stað sigla þeir félagar rakleiðis til Samos og þaðan til Míletus.
20.16 hvítasunnudag: Sjá athugagrein við 2.1. Páll hafði verið í Makdóníu á páskum, sennilega í Filippí (20.5,6). Hann hafði því færri en 50 daga til þess að komast þaðan til Jerúsalem og taka þátt í hátíðarhöldum hvtíasunnunnar þar.
20.17 Efesus: Efesus var dagleið í norður frá Míletus. (Rústir Efesusborgar eru nærri Seljuq-þorpi í Izmir-héraði í Tyrklandi núna). Þótt Páll vildi flýta för sinni til Jerúsalem og ná þangað fyrir hvítasunnu, gaf hann sér samt tíma til þess að ræða við öldunga safnaðarins í Efesus.
20.22 Jerúsalem, knúinn af andanum: Jerúsalemsborg var miðstöð guðsdýrkunar Gyðinga og vagga frumkirkjunnar. Páll vissi, að leiðtoga Gyðinga og lærisveina Jesú greindi enn á. Það væri því langt í frá hættulaust að fara til Jerúsalem. En hann var knúinn af heilögum anda.
20.24 Sbr. 2Tím 4.7.
20.25 ríkið: Sjá athugagrein við 1.3.
20.28 með sínu eigin blóði: Eða “með blóði sonar síns.”
20.34 þessar hendur unnu: Sjá athugagrein við 18.3.