16.2 merki dýrsins: Sjá athugagrein við 13.16,17 (merki).

16.6 Þeir hafaúthellt blóði heilagra…og því hefur þú gefið þeim blóð að drekka: Þeir hafa framið morð og þess vegna munu þeir nú deyja.

16.10 hásæti dýrsins: Sjá athugagrein við 13.1.

16.12 fljótið mikla, Efrat: Sjá athugagrein við 9.14.

16.13 óhreina anda…falsspámannsins: Hér birtast þrír óhreinir andar. Einn líkist froskum og fer út af munni drekans (Satans, sjá athugagrein við 12.3,4). Froskar áttu að geta blekkt fólk með lygum. Sjá og 2Mós 8.2-14. Annar óhreinn andi fer út af munni dýrsins (rómverska heimsveldisins, sjá athugagrein við 13.1). Hinn þriðji fer út af munni falsspámannsins (sjá athugagrein við 13.11).

16.16 Harmagedón: Á hebresku er þetta sérnafn „Har Megiddo,“ sem útleggst á íslensku „Megiddo-hæð.“ Þar voru háðar margar orrustur háðar fyrr á tíð (Dóm 5.19; 2Kon 23.29,30). Á myndinni hér fyrir neðan sést staðurinn, þar sem fornleifafræðingar hyggja að verið hafi hin forna borg Megiddo í fyrirheitna landinu Palestínu.

16.19 hinni miklu Babýlon: Sjá athugagrein við 14.8.