15.1 sjö síðustu plágurnar: Sagt er frá sjö skálum Guðs reiði í 16.1-21.

15.2 glerhaf eldi blandið: Líkt og Rauðahafið forðum er glerhafið hér vörn, sem Guð hefur sett til þess að bjarga lýð sínum frá óvinum hans (2Mós 14).

15.3 Móse: Hinn mikli þjóðarleiðtogi og löggjafi, sem leiddi Ísraelslýð út úr þrælahúsinu í Egyptalandi og flutti honum sáttmálann og lögmálið (boðorðin) frá Guði. Sjá „Móse“ á bls. 2241. Móse kom Ísraelsþjóðinni til hjálpar, en Jesús Kristur, lambið, er frelsari allra manna.

15.5 vitnisburðartjaldbúðinni: Forðum var Ísraelsmönnum boðið að reisa samfundatjald, sem skyldi vera bústaður Drottins á meðal þeirra. Þennan helgidóm fluttu þeir með sér á eyðimerkurförinni, er þeir flúðu frá Egyptalandi (4Mós 17.7; 18.4). Hér er hin sanna og varanlega tjaldbúð (musteri Guðs) á himni (sjá og Heb 8.1-5).

15.6 klæddir hreinu, skínandi líni: Sjá athugagrein við 3.4.

15.7 ein af verunum fjórum: Sjá athugagrein við 4.6-9.

15.7 gullskálar: Fljótlegra er að hella úr skál en flösku eða könnu. Hér má því skilja, að dómur (reiði) Guðs muni falla umsvifalaust og á svipstundu.