10.1 sterkan engil: Sjá athugagrein við 1.1 (engil sinn). Áður en sjöunda básúnan gellur, er opinberað í tveimur sýnum hversu Guð heldur áfram að tala til lýðs síns.
10.2 lítilli, opinni bók: Sjá athugagrein við 5.1.
10.7 sitt leynda ráð…spámönnunum: Hér er átt við hina fornu dómsspámenn Ísraels, sem jafnframt boðuðu þjóðinni góða von. Hið „leynda ráð“ er líklega það fyrirheit Guðs að reisa Krist upp frá dauðum. Sjá Rom 1.2-4; 16.25; sjá og athugagrein við 1.3.