7.12lögmálið og spámennirnir: Sjá athugagrein við 5.17.
7.15falsspámenn: Þeir sem látast flytja Guðs orð en leiða í raun lýðinn í burt frá sannleikanum og kalla yfir hann vandræði.
7.16fíkjur: Fíkjur eru ávöxtur trés með greinar og lauf, sem ná allt niður á jörðu, sætar á bragðið. Fíkjutré getur orðið allt að 9 metrar á hæð og ber ávexti tvisvar á ári. Vorfíkjur þroskast í júní og eru etnar nýjar. Hinar síðvöxnu eru tíndar í ágúst og september. Þær voru þurrkaðar á flötum húsþökunum og geymdar til vetrarins.
7.22á þeim degi: Á dómsdegi. Hér er átt við þá tíð, þegar Guð mun rannsaka hvernig menn hafa lifað og dæma um það hvort þeir hafi verið trúir og sér hlýðnir. Þetta er fyrirferðarmikið umræðuefni í Matteusarguðspjalli.
7.28Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu: Þessi orð, eða önnur álíka, koma fyrir fimm sinnum í Matteusarguðspjalli. Þau marka þáttaskil í ritinu. 4. til 25. kapítula má skipta í fimm hluta og lýkur hverjum þeirra með þessum eða svipuðum hætti. Hvern þessara hluta má svo greina sundur í tvennt og hermir hinn fyrri þeirra frá athöfnum Jesú en hinn síðari frá kenningu hans.