6.1iðka réttlæti: Hér er átt við ölmusugjafir til fátækra. Gyðingar töldu þrennt skipta mestu: að gefa fátækum, biðja og fasta (neyta ekki matar í tiltekinn tíma). Í 6.1.18 minnir Jesús á, að ekki skuli iðka þetta til þess að stæra sig af því.
6.2hræsnarar: gríska orðið er hypocrites, sem á íslensku þýðir skinhelgur maður, sá sem hefur í frammi uppgerð. Sjá og 23.5.
6.3 viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir: “láttu engan vita af því.”
6.6biðst fyrir: Gyðingar báðust yfirleitt fyrir opinberlega í musterinu eða samkunduhúsunum, venjulega fórnandi höndum. Þeir báðu líka krjúpandi eða útafliggjandi. Jesús vildi benda fólki á, að rangt væri að biðja Guð í því skyni einu að láta aðra sjá það. Sjá og “Bæn” á bls. 2193.
6.11daglegt brauð: Eða “matinn sem við þörfnumst” eða “matinn fyrir morgundaginn.”
6.13illu: Eða “hinum vonda” þ.e. djöflinum. Sum handrit bæta við: “Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.”
6.29Salómon í allri sinni dýrð: Salómon, sonur sjálfs Davíðs konungs, ríkti í Ísrael á miklum velsældartímum með þjóðinni. Hann heimti skatta af þegnum sínum til þess að hervæðast, reisa fyrsta musterið í Jerúsalem og byggja gríðarstóra höll handa sjálfum sér. Hann hafði samskipti við þjóðhöfðingja margra af nágrönnum Ísraels. Gyðingar létu svo heita að Salómon hefði verið vitrasti og ríkasti maður sem nokkurn tíma hefði verið uppi. Sjá 1Kon 10.4-7: 2Kron 9.3-6.