5.1 settist hann: Kennarar í þann tíð kenndu sitjandi, líka gyðingar.
Jesús kennir á fjallinu
Í þessum mikilsverða þætti guðspjallsins (5. til 7. kapítuli) ræðir Jesús um algeng efni eins og bænina, hjónaband og hjónaskilnað, peninga og hvernig fást skuli við áhyggjur.
5.1 fjallið: Í Matteusarguðspjalli greinir oft frá því að Jesús hafi gengið upp í fjallshlíð til þess að kenna eða biðjast fyrir eða vera einn með sjálfum sér (14.23; 15.29; 17.1,2; 24.3; 28.16). Hann líkist í þessu Móse, sem gékk upp á Sínaí-fjall og nam þar af Guði það sem hann skyldi kenna Ísraelsmönnum (sjá 2Mós 19).
f 5.3 þeirra er himnaríki: Eða: „þeir heyra himnaríki til.“ g 5.6hungrar og þyrstir eftir réttlætinu: Eða „vilja gjöra rétt“ eða „vilja að komið sé rétt fram við alla.“
5.13salt: Salt var notað til þess að krydda fæðuna og verja hana skemmdum. Jesús hvetur til þess að við reynumst öðrum vel á sama hátt og saltið gæðir matinn bragði. Sjá einnig Mark 9.50;Lúkas 14.34,35.
5.14,15ljós: Algengir voru litlir leirlampar sem brenndu ólífu-olíu. Gamla testamentið líkir orði Guðs við lampa og ljós (Slm 119.105). Sjá og Jóh 8.12;9.5.
5.17 lögmálið eða spámennina: „Lögmálið“ er fyrstu fimm bækur Gamla testamentis, helgita gyðinga: Genesis, Exodus, Leviticus, Numeri og Devteronomium. Með „spámönnunum“ er átt við Jósúabók, Dómarabókina, Samúelsbækurnar, Konungabækurnar, Jesaja, Jeremía, Esekíel og „Minni spámennina“ tólf, sem svo voru kallaðir. Sjá greinina „Hvaða rit tilheyra Biblíunni“ á bls. 15.
5.20fræðimanna og farísea: Sjá athugagrein við 16.1.
5.22 eldsvítis: „Víti“ er á grískugehennaog dregið af hebreska heitinu „Hinnomsdalur.“ Hann er sunnan við Jerúsalem og þar fórnuðu Kanverjar (og frávillingar í Ísrael) guðinum Mólok börnum fyrir eina tíð (Jer 32.35; 3Mós 20:2-5). Seinna var farið að brenna þarna sorpi frá Jerúsalem. Á öldinni áður en Jesús fæddist kenndu sumir lærimeistarar gyðinga að vondir menn færu eftir dauðann í stað er líktist Hinnomsdalnum þegar hann stæði í ljósum logum. Í Nýja testamenti er því talað um afdrif ranglátra í ríki dauðra (helju), sem er logandi kvalastaður (fremur ástand en staður). (Lúk16.23,24; Opb 20.14). Sjá nánar um helvíti í orðtakasafni. bróður sínum: Orðið „bróðir“ er einmitt notað í gríska textanum, en vísar til alls fólks eða ef til vill annarra lærisveina.
5.24 skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið: Meðan musterið í Jerúsalem var enn við lýði, færðu gyðingar Guði gjafir sem kallaðar voru „fórnir.“ Jesús sagði, að enginn skyldi færna Guði gjöf fyrr en hann hefði sæst við þá er kynnu að vera ósáttir við hann.
5.27drýgja hór: Hór er hjúskaparbrot. Hjón skulu vera hvort öðru trú. Faðir valdi syni sínum eiginkonu og dóttur sinni eiginmann. Ef báðar fjölskyldur voru ráðahagnum samþykkar hétu hjónaefnin hvort öðru eiginorði og brúðinni var leyft að flytja heim til brúðguma síns. Stundum var hún þó áfram í föðurhúsum allt að einu ári áður en hún tók saman við mann sinn.
5.31gefa henni skilnaðarbréf: Lögmál Móse mælti svo fyrir að maður skyldi skrifa konu sinni skilnaðarbréf áður en hann skildi við hana. Tilgangurinn var að gera manninum erfiðara fyrir. Áður hafði nægt að reka konu frá sér með þeim ummælum að hún væri ekki lengur eiginkona. Lögmálið heimilaði ekki konunni að skilja við manninn. Sjá og 19.7 og Mrk 10.4.
5.32 hórsök: hér kann að vera átt við sifjaspell, sem forboðin eru í 3Mós 18.6-18 eða eitthvert brot annað af kynferðislegum toga.
5.39hægri kinn: löðrungur var gróf móðgun.
5.41far með honum tvær: Samkvæmt rómverskum lögum mátti hermaður neyða mann til þess að bera fyrir sig föggur sínar eina mílu.
5.46tollheimtumenn: Rómverjar réðu heimamenn til þess að innheimta fyrir sig skatta. Þeir kröfðust einatt meira en þurfti til þess að skila Rómverjum. Tollheimtumenn í Palestínu voru hataðir af löndum sínum og álitnir svíkja þjóð sína og vanvirða trúna. Auk þess fóru þeir í starfi sínu höndum um hluti sem voru „óhreinir“ samkvæmt lögmáli gyðinga.