4.1 andinn….djöfullinn: Sjá athugagrein við 1.18 (Heilagur andi). Djöfullinn er höfðingi annarlegra afla og illþýðis, sem stendur gegn Guði og lýð hans. Sjá „Satan“ á bls. 945.
4.1óbyggðina: Líklega óbyggðir Júdeu. Sjá athugagrein við 3.1.
4.2fastaði Jesús fjörutíu daga: Gyðingar létu á móti sér að neyta matar við sérstök tækifæri (það var kallað að „fasta“) til þess að auðsýna hryggð yfir syndum sínum. Hér fastar Jesús að líkindum til vitnis um hollustu sína við Guð, alveg eins og Móse gerði forðum (5Mós 9.9,18). Talan 40 er mikillar merkingar í Biblíunni og hefur ríkt tákngildi. Sjá og töfluna „Tölur í Biblíunni“ á bls. 2310.
4.3 bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum: Djöfullinn notar sér svengd Jesú til þess að fá hann til þess að óhlýðnast Guði.
Jesús prédikar fagnaðarerindið í Galíleu og Júdeu.
Næsti meginkafli Matteusarguðspjalls segir frá því sem Jesús gerði og kenndi, fyrst í heimahéraði sínu, Galíleu (4.12-18.34), og síðan í Júdeu (19.1-20.34). Hann hefur sagt það fyrir, að hann muni fara upp til Jerúsalem og mæta þar óvinum sínum (16.21).
4.13Kapernaúm við vatnið: Blómlegt fiskiþorp við Galíleuvatnið norðanvert, þar sem lá fjölfarin verslunarleið milli Egyptalands og Sýrlands. Í samtíma Jesú var Kapernaúm bækistöð rómverskra hermanna sem litu eftir innheimtu skatta. Jesús fór frá Nasaret til Kapernaúm (Jóh 2.12). Áin Jórdan rennur úr norðri í Galíleuvatn, sem er umlukt fjallahring. Það er sama vatnið og líka er ýmist nefnt Genesaretvatn (Lúka 5:1) eða Tíberíasvatn (Jóh 6.1;21.1). Sjá kort á bls 2375.
4.13Sebúlons og Naftalí: Þessir ættflokkar Ísraelsmanna tóku sér bólfestu í norðurhluta Palestínu á tímum Gamla testamentis. Á þeim áratugum, sem Nýja testamentið greinir frá, bjuggu margir heiðingjar (fólk, sem ekki var Gyðingar) í þessum byggðum.
4.17himnaríki er í nánd: Sjá athugagrein við 3.2.
4.18kasta neti….fiskimenn: Á Galíleuvatni var fiskur oft veiddur með því að menn sveifluðu hringlaga neti yfir höfði sér og köstuðu í grunnt vatnið. Lóð á jöðrum þess gerðu að verkum að netið sökk og myndaði líkt og hvelfingu. Þegar fiskimennirnir urðu varir lokuðu þeir netinu með því að draga til sín línu. Sjá nánar greinarnar „Hvernig bjargaðist fólk á dögum Jesú?“ á bls. 1714 og „Fiskur og fiskveiðar“ á bls. 1815.
4.23. í samkundum þeirra: Gríska orðið er „sýnagóga“. Sjá greinina „Samkundurnar“ á bls. 1743.
4.24 tunglsjúka menn: Til forna var álitið að fólk með krampa (ósjálfráðan samdrátt í vöðvum (t.d. vegna flogaveiki) væri brjálað ellegar á valdi tunglsins eða illra anda.
4.25Dekapólis: Samband tíu borga fyrir austan Samaríu og Galíleu, og voru íbúar þeirra mestan part heiðingjar (fólki, sem ekki var gyðingar). Byggingarnar í þeim voru margar reistar samkvæmt grískri húsagerðarlist og þeim komið fyrir að hætti grískra borga. Íbúarnir sömdu sig að siðum Grikkja. Lesa meira um Dekapólis.