28.1 Að liðnum hvíldardegi:Hvíldardagur (sabbat) gyðinga var frá sólarlagi á föstudegi til jafnlengdar á laugardegi. Í birtingu morguninn eftir, sem var sunnudagur, gengu konurnar út að gröfinni til þess að smyrja líkama Jesú.

28.7 Galíleu:Heimaslóðir Jesú í norðurhluta Palestínu. Sjá athugagrein við 2.22,23.

28.14 landshöfðingjanum: Sjá um Pontíus Pílatus í orðtakasafni.

28.19 skírið: Skírnarþeganum var oftast dýft ofan í laug eða rennandi vatn. Hér mælir Jesús svo fyrir, að skírt skuli í nafni föður, sonar og heilags anda. Hinn skírði tilheyrir þaðan í frá nýjum Guðs lýð. Annars staðar í Nýja testamenti stendur skrifað að við skírnina deyi „hinn gamli maður“ og skírnarþeginn endurfæðist til nýs lífs í Kristi (sjá Róm 6.3,4). Sjá og „Skírn“ í orðtakasafni.